Dagskrá aðventuþings

Adventuthing2020_auglysing


Aðventuþing – veffundur

Á tímum samkomutakmarkana og covid þá er erfitt að halda hefðbundin veðurþing. Veðurfræðifélagið bregður því á það ráð að halda stutt aðventuþing fimmtudaginn 10. desember, kl. 14:30 – 15:30. Fundurinn verður einungis sendur út á netinu og á dagskránni verða 3 – 4 erindi. Áhugasamir taki tímann frá, en dagskrá verður kynnt síðar.


Dagskrá þings

Veðurfræðifélagið heldur þing og aðalfund fimmtudaginn 27. febrúar. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14:30. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þeir sem að jafnaði sækja veðurþing teljast félagsmenn, enda óski þeir þess.

Dagskrá þingsins:

14:30 – Trausti Jónsson: Veðurlagsflokkun og veðurviðburðir
14:45 – Elín Björk Jónasdóttir: Veðurvísindi á vakt, komið við á vaktinni í óveðrunum í desember og febrúar
15:00 – Ólafur Rögnvaldsson: Niðurkvörðun veðurs fyrir vatnsárið 2014/15
15:15 – Haraldur Ólafsson: Hvar eru verstu spárnar?
15:30 – Aðalfundur, kaffi og kökur
16:00 – Þingi slitið

Útdrættir erinda eru aðgengilegir hér.

Mögulegt verður að tengjast um fjarfundarbúnað.


Nokkur erindi um veður og aðalfundur

Veðurfræðifélagið heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 27. febrúar 2020, en fyrir hefðbundin aðalfundarstörf verða flutt nokkur erindi um veður. Fundurinn hefst kl. 15, í Undirheimum á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Boðið verður upp á kaffi og köku.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.


Haustþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt fimmtudaginn 28. nóvember. Þingið verður haldið í Undirheimum Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:00.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri,veðurfari og veðurfræði.

    Dagskrá þingsins:

13:00 – Þing sett
13:05 – Þórður Arason: Veðurstöðvar á Íslandi – þróun kerfis
13:20 – Árni Sigurðsson: Þróun ársmeðalhita á nokkrum veðurstöðvum
13:35 – Guðrún Nína Petersen: Veður í Surtsey
13:50 – Vilhjálmur Smári Þorvaldsson: Veðurstöðin Blika
14:05 – Hlé
14:25 – Bolli Pálmason: CARRA – hvað er nú það?
14:40 – Árni Guðbrandsson: Staða flugs með tilliti til eldgosa
14:55 – Sibylle von Löwis: Agnamælingar í andrúmslofti á gamlárskvöld 2018
15:10 – Þingi slitið

Útdrættir flestra erinda eru aðgengilegir hér.

haustthing2019_auglysing


Haustþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur haustþing kl. 13-16 fimmtudaginn 28. nóvember 2019. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi sem tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.


Vorþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur vorþing sitt miðvikudaginn 3. apríl í samstarfi við
Isavia. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Isavia á Reykjavíkurflugvelli, í fundarsalnum Júpíter (sjá mynd af inngangi hér).

Efni fundarins er veður og flug og þingið er opið öllum sem hafa áhuga á veðri og flugi.

Dagskrá þingsins:
13:00 – Þing sett Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra flugleiðsögusviðs Isavia
13:05 – Grétar Mar Óðinsson (Icelandair): Nýmiðlun veðurupplýsinga til flugmanna
13:20 – Hálfdán Ágústsson (Kjeller Vindteknikk): Mælingar og hermun á kviku við flugvelli
13:35 – Einar Sveinbjörnsson (Veðurvaktin): Öruggara aðflug – Viðbætur í METAR skeytum
13:50 – Guðrún Nína Petersen (Veðurstofa Íslands): Bylgjubrot af Vatnajökli – flugmælingar
14:05 – Skúli Þórðarson (Isavia): Sérspár fyrir flugvallastarfsemi og nýjar reglur um ástandsmat flugbrauta

Kaffihlé

14:50 – Björn Sævar Einarsson (Veðurstofa Íslands): Veðurlag í fluglagi – raulað um flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands
15:05 – Helga Ívarsdóttir (Veðurstofa Íslands): Ekki alltaf CAVOK
15:20 – Þórdís Sigurðardóttir (Isavia): Flugstjórnarmiðstöð – veður og vindaspár
15:35 – Sara Barsotti (Veðurstofa Íslands): Volcanic hazards to the aviation
15:50 – Þingi slitið

Útdrættir erinda eru aðgengilegir hér.

Fundurinn verður gerður aðgengilegur um fjarfundarbúnað: Smellið hér.

thing2019_auglysing


Vorþing Veðurfræðifélagsins og Isavia

Veðurfræðifélagið heldur vorþing sitt miðvikudaginn 3.apríl kl. 13-16, í samstarfi við Isavia. Efni þingsins er allt sem viðkemur veðri í tengslum við flug. Líkt og síðasta flugveðurþing er þingið haldið í húsnæði Isavia. Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þingið. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.


Dagskrá þorraþings

Veðurfræðifélagið heldur þorraþing og aðalfund fimmtudaginn 21. febrúar. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:30. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þeir sem að jafnaði sækja veðurþing teljast félagsmenn, enda óski þeir þess.

    Dagskrá þingsins:

13:30 – Þing sett
13:35 – Guðrún Nína Petersen: Úrkomumælingar með aðstoð sjálfvirkra útilegumanna
13:55 – Hróbjartur Þorsteinsson: Endurreisnartími í sjóveðurathugunum
14:15 – Haraldur Ólafsson: Meira um veðurfræði í fornöld og á miðöldum
14:35 – Trausti Jónsson: Ill tíð – fyrr og nú
14:55 – Aðalfundur með veitingum
Stjórn óskar eftir hugmyndum frá félagsmönnum um hvernig eigi að reka félagið
15:20 – Þingi slitið

thorrathing2019_auglysing


Þorraþing og aðalfundur Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur þorraþing og aðalfund fimmtudaginn 21. febrúar 2019. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:30. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.