Haustþing Veðurfræðifélagsins
17. október 2018, 10:20Veðurfræðifélagið heldur haustþing kl. 13-16 fimmtudaginn 15. nóvember 2018. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi sem falla undir þemað: “Veður og orka”, en önnur erindi er tengjast veðri og/eða veðurfari eru einnig velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Góuþing og aðalfundur
24. janúar 2018, 21:44Veðurfræðifélagið heldur góuþing sitt og aðalfund fimmtudaginn 22. febrúar 2018. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og að þingi loknu verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengd veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid@gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Fréttabréf Evrópska veðurfræðifélagins
18. desember 2017, 09:13Evrópska veðurfræðifélagið sendi í desember frá sér fréttabréf.
Fréttir úr því má nálgast hér.
Dagskrá haustþings Veðurfræðifélagsins
1. nóvember 2017, 14:09Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt fimmtudaginn 9. nóvember í samstarfi við
ISAVIA. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ISAVIA á Reykjavíkurflugvelli, í fundarsalnum Júpíter (sjá mynd af inngangi hér).
Efni fundarins er veður og flug og þingið er opið öllum sem hafa áhuga á veðri og flugi.
Dagskrá þingsins:
13:00 – Þing sett af Ásgeiri Pálssyni
13:05 – Haraldur Ólafsson: Hvert stefna spár fyrir flug?
13:20 – Kári Örn Óskarsson: Veður og flugvellir
13:35 – Sighvatur Bjarnason: “Breaking action reported: 0,25/0,3/0,5”: Gott eða
slæmt?
13:50 – Sveinn Gauti Einarsson: Brautarhitaspá fyrir Keflavíkurflugvöll
14:05 – Steinar Steinarsson: TAMDARm forrit
Kaffihlé
14:50 – Einar Sveinbjörnsson: Tilraunaflug Icelandair í flugstefnum yfir Hvassahraun
15:05 – Yang Shu: The value of Doppler LiDAR systems to monitor turbulence intensity in Iceland
15:20 – Jónas Elíasson: Vandamál við öskuspár í Norður-Atlantshafi
15:35 – Hálfdán Ágústsson: Dæmi um aðferðir og greiningu veðurgagna er lúta að færslu/nýbyggingu flugvalla í Noregi
15:50 – Þingi slitið
Útdrættir erinda eru aðgengilegir hér.
Haustþing Veðurfræðifélagsins 9. nóvember 2017
25. september 2017, 21:41Veðurfræðifélagið heldur haustþing 9. nóvember í samstarfi við ISAVIA. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ISAVIA og efni fundarins verður allt sem viðkemur veðri og veðurfari í tengslum við flug. Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á haustfundinum. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Sem fyrr eru Veðurfræðifélagið og þing þess opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Vorþing 6. apríl
6. mars 2017, 11:28Veðurfræðifélagið heldur vorþing fimmtudaginn 6. apríl.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengd veðri og/eða veðurfari. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Sem fyrr eru Veðurfræðifélagið og þing þess opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Aðalfundur
17. febrúar 2017, 22:28Veðurfræðifélagið heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 28. febrúar 2017, kl. 13:13 á Veðurstofu Íslands. Fundurinn verður haldinn í Forgarði og á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Fjallaveðurfráðstefna á Íslandi 18.-23. júní
13. febrúar 2017, 23:06Vakin er athygli á ráðstefnu um fjallaveðurfræði sem Veðurfræðifélagið, ásamt Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, heldur á Íslandi næsta sumar. Ráðstefnan “The International Conference on Alpine Meteorology (ICAM)” fjallar fjallar um áhrif fjalllendis á veður og veðurfar og má segja að nær allt veður og veðurfar á Íslandi falli undir þennan hatt.
Allar upplýsingar um ráðstefnuna er á á þessari vefsíðu.
Frestur til að senda inn ágrip er 1. mars en einnig er búið að opna fyrir skráningu á ráðstefnuna.