Styrkir til þátttöku á fræðaþingum

Á aðalfundi Veðurfræðifélagsins þann 22. febrúar 2011 var samþykkt að styrkja félaga til þátttöku í fræðaþingum eða ráðstefnum innanlands og erlendis, sambærilegt við styrki sem voru í boði fyrir síðasta norræna veðurfræðingaþing.

Styrkirnir eru fyrir allt að 5 meðlimi félagsins og eru fyrir þinggjöldum eða hluta þeirra. Miðað er við upphæð sem verður að öllu jöfnu ekki hærri en ráðstefnugjald á síðasta norræna veðurfræðingaþingi, þ.e.a.s. 150 evrur.

Einungis þeir félagar sem þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði við ferðir og þátttöku í ráðstefnum geta sótt um, en ekki þeir sem fá greitt frá vinnuveitanda. Styrkirnir eru háðir því að viðkomandi flytji erindi á þinginu og/eða á fræðaþingi Veðurfræðifélagsins þegar heim er komið.

Til að sækja um styrk til Veðurfræðifélagsins skal senda stutta umsókn með ágripi að erindi til félagsins. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, aldur, menntun og starfsvettvangur.