Aðalfundur Veðurfræðifélagsins

Aðalfundur Veðurfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar kl. 14:00. Fundurinn mun fara fram með rafrænum hætti vegna Covid 19 og samkomutakmarkana.
Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundastörf. Sjá nánar um félagið á https://vedur.org/index.php/um-felagid/.

Hlekkur með aðgangi á rafrænan aðalfund verður sendur á félaga tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Félagar teljast þau sem eru skráðir persónulega á póstlista félagsins auk þeirra sem reglulega mæta á fundi félagsins. Hafi félagi ekki fengið send rafrænt fundarboð er hann beðinn um að senda póst á félagið þess efnis, í síðasta lagi fyrir hádegi á aðalfundardegi.