Vorþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur vorþing sitt miðvikudaginn 3. apríl í samstarfi við
Isavia. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Isavia á Reykjavíkurflugvelli, í fundarsalnum Júpíter (sjá mynd af inngangi hér).

Efni fundarins er veður og flug og þingið er opið öllum sem hafa áhuga á veðri og flugi.

Dagskrá þingsins:
13:00 – Þing sett Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra flugleiðsögusviðs Isavia
13:05 – Grétar Mar Óðinsson (Icelandair): Nýmiðlun veðurupplýsinga til flugmanna
13:20 – Hálfdán Ágústsson (Kjeller Vindteknikk): Mælingar og hermun á kviku við flugvelli
13:35 – Einar Sveinbjörnsson (Veðurvaktin): Öruggara aðflug – Viðbætur í METAR skeytum
13:50 – Guðrún Nína Petersen (Veðurstofa Íslands): Bylgjubrot af Vatnajökli – flugmælingar
14:05 – Skúli Þórðarson (Isavia): Sérspár fyrir flugvallastarfsemi og nýjar reglur um ástandsmat flugbrauta

Kaffihlé

14:50 – Björn Sævar Einarsson (Veðurstofa Íslands): Veðurlag í fluglagi – raulað um flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands
15:05 – Helga Ívarsdóttir (Veðurstofa Íslands): Ekki alltaf CAVOK
15:20 – Þórdís Sigurðardóttir (Isavia): Flugstjórnarmiðstöð – veður og vindaspár
15:35 – Sara Barsotti (Veðurstofa Íslands): Volcanic hazards to the aviation
15:50 – Þingi slitið

Útdrættir erinda eru aðgengilegir hér.

Fundurinn verður gerður aðgengilegur um fjarfundarbúnað: Smellið hér.

thing2019_auglysing