Dagskrá haustþings veðurfræðifélagsins
10. október 2021, 19:20Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt kl. 13:30-16 fimmtudaginn 14. október 2021. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Dagskrá þingsins
13:30 – Þing sett
13:35 – Haraldur Ólafsson: Hitatregðan á Íslandi og í S-Evrópu
13:50 – Lilja Steinunn Jónsdóttir: Leiðrétting á hitaspám
14:05 – Páll Ágúst Þórarinsson: Greining á kerfisbundnum mun í úrkomumælingum í flóknu landslagi á Seyðisfirði
14:20 – Þórður Arason: Endurnýjun á veðursjám á Íslandi
14:35 – Kaffi og kaka
15:00 – Guðrún Nína Petersen: Það birtir í Reykjavík – Breytingar á sólskinsstundum tengdar mæliaðferð
15:15 – Þórður Arason: Flutningur á mælireit Veðurstofunnar
15:30 – Andri Gunnarsson: Endurgreining á árstíðarbundnum snjó og sumarleysingu jökla með fjarkönnun á snjóhulu, endurkasti yfirborðs og reikningum á veðri
15:45 – Philipp Weitzel: Extreme winds in the Greenland-Iceland region in a new high-resolution dataset
16:00 – Haraldur Ólafsson og Lilja Steinunn Jónsdóttir: Hitahvörf
16:15 – Þingi slitið
Útdrættir erinda eru á vef félagsins, og aðgengilegir hér.
Gert er ráð fyrir að setja upp fjarfund fyrir áhugasama utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem hafa huga á að taka þátt þaðan eru beðnir um að hafa samband: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Campbell-Stokes mælir á þaki Veðurstofu Íslands 4. júní 2020 (ljósmynd: Guðrún Nína Petersen).
Haustþing Veðurfræðifélagsins
15. september 2021, 09:09Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt kl. 13-16 fimmtudaginn 14. október 2021. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi sem tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Aðalfundur Veðurfræðifélagsins
17. febrúar 2021, 22:42Aðalfundur Veðurfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar kl. 14:00. Fundurinn mun fara fram með rafrænum hætti vegna Covid 19 og samkomutakmarkana.
Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundastörf. Sjá nánar um félagið á https://vedur.org/index.php/um-felagid/.
Hlekkur með aðgangi á rafrænan aðalfund verður sendur á félaga tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Félagar teljast þau sem eru skráðir persónulega á póstlista félagsins auk þeirra sem reglulega mæta á fundi félagsins. Hafi félagi ekki fengið send rafrænt fundarboð er hann beðinn um að senda póst á félagið þess efnis, í síðasta lagi fyrir hádegi á aðalfundardegi.
Aðventuþing Veðurfræðifélagsins
8. desember 2020, 23:02Á fimmtudaginn kl. 14:30 – 15:45 heldur Veðurfræðifélagið aðventuþing sitt. Þingið verður rafrænt, og aðgengilegt með Zoom í snjallsíma eða tölvu. Hlekkurinn á fundinn er hér að neðan og verður aðgengilegur kl. 14:15 á fimmtudaginn:
“https://us05web.zoom.us/j/82254259290?pwd=b2RNdzd1U04yUVRpS1dTTHVwTkI3dz09“.
Á dagskrá þingsins eru þrjú erindi um óvenjulega kulda og hlýindi, aftakaúrkomu og breytingar við gerð veðurmælinga hjá Veðurstofunni.
Dagskrá þingsins:
14:30 – Þing sett
14:35 – Haraldur Ólafsson: Sófareglan um brunagadd og hitasvækju
14:55 – Sibylle von Löwis: Hvernig eru veðurmælingar að breytast?
15:15 – Andréa-Giorgio Massad: Reassessment of precipitation return levels in Iceland.
15:35 – Þingi slitið
Aðventuþing – veffundur
23. nóvember 2020, 14:19Á tímum samkomutakmarkana og covid þá er erfitt að halda hefðbundin veðurþing. Veðurfræðifélagið bregður því á það ráð að halda stutt aðventuþing fimmtudaginn 10. desember, kl. 14:30 – 15:30. Fundurinn verður einungis sendur út á netinu og á dagskránni verða 3 – 4 erindi. Áhugasamir taki tímann frá, en dagskrá verður kynnt síðar.
Dagskrá þings
25. febrúar 2020, 12:00Veðurfræðifélagið heldur þing og aðalfund fimmtudaginn 27. febrúar. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14:30. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þeir sem að jafnaði sækja veðurþing teljast félagsmenn, enda óski þeir þess.
Dagskrá þingsins:
14:30 – Trausti Jónsson: Veðurlagsflokkun og veðurviðburðir
14:45 – Elín Björk Jónasdóttir: Veðurvísindi á vakt, komið við á vaktinni í óveðrunum í desember og febrúar
15:00 – Ólafur Rögnvaldsson: Niðurkvörðun veðurs fyrir vatnsárið 2014/15
15:15 – Haraldur Ólafsson: Hvar eru verstu spárnar?
15:30 – Aðalfundur, kaffi og kökur
16:00 – Þingi slitið
Útdrættir erinda eru aðgengilegir hér.
Mögulegt verður að tengjast um fjarfundarbúnað.
Nokkur erindi um veður og aðalfundur
19. febrúar 2020, 08:44Veðurfræðifélagið heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 27. febrúar 2020, en fyrir hefðbundin aðalfundarstörf verða flutt nokkur erindi um veður. Fundurinn hefst kl. 15, í Undirheimum á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Boðið verður upp á kaffi og köku.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Haustþing Veðurfræðifélagsins
22. nóvember 2019, 13:38Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt fimmtudaginn 28. nóvember. Þingið verður haldið í Undirheimum Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:00.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri,veðurfari og veðurfræði.
- Dagskrá þingsins:
13:00 – Þing sett
13:05 – Þórður Arason: Veðurstöðvar á Íslandi – þróun kerfis
13:20 – Árni Sigurðsson: Þróun ársmeðalhita á nokkrum veðurstöðvum
13:35 – Guðrún Nína Petersen: Veður í Surtsey
13:50 – Vilhjálmur Smári Þorvaldsson: Veðurstöðin Blika
14:05 – Hlé
14:25 – Bolli Pálmason: CARRA – hvað er nú það?
14:40 – Árni Guðbrandsson: Staða flugs með tilliti til eldgosa
14:55 – Sibylle von Löwis: Agnamælingar í andrúmslofti á gamlárskvöld 2018
15:10 – Þingi slitið
Útdrættir flestra erinda eru aðgengilegir hér.
Haustþing Veðurfræðifélagsins
23. október 2019, 23:44Veðurfræðifélagið heldur haustþing kl. 13-16 fimmtudaginn 28. nóvember 2019. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi sem tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.