Dagskrá haustþings Veðurfræðifélagsins
30. október 2022, 11:14Haustþing Veðurfræðifélagið, fimmtudaginn 3. nóvember 2022, hefst kl. 13:30. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Dagskrá þingsins
13:30 – Þing sett
13:35 – Þórður Arason: Vatn – undraefni alheims
13:55 – Haraldur Ólafsson: Veðurfar á siglingaleiðinni til Grænlands í Grænlendinga sögu og nýjustu gögnum úr niðurkvörðun
14:15 – Daníel Þorláksson: Veðuraðdragandi snjóflóða á Flateyrarveg
14:35 – Kaffi
15:05 – Eiríkur Örn Jóhannesson: Norðvestan ofsaveður sunnudaginn 25. september
15:25 – Bolli Pálmason: Straumhvörf í veðurspákeyrslum á VÍ
15:45 – Þingi slitið
Útdrættir erinda eru á vef félagsins, og aðgengilegir hér.
Gert er ráð fyrir að setja upp fjarfund fyrir áhugasama utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem hafa huga á að taka þátt þaðan eru beðnir um að hafa samband: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Félagar teljast þau sem eru skráð persónulega á póstlista félagsins auk þeirra sem reglulega mæta á fundi félagsins.
Haustþing Veðurfræðifélagsins
4. október 2022, 12:48Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt kl. 13-16 fimmtudaginn 3. nóvember 2022. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi sem tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Norræna veðurþingið og evrópska veðurþingið 2022
5. apríl 2022, 21:09Norræna veðurþingið verður í ár haldið í Helskini, 15.-17. júní: NMM2022
Frestur fyrir skráningu er 14. apríl.
Þingið er mjög aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Evrópska veðurþingið verður haldið í Bonn, EMS annual meeting.
Frestur fyrir ágrip er 26. apríl.
Dagskrá góuþings veðurfræðifélagsins
3. mars 2022, 20:36Veðurfræðifélagið heldur góuþing sitt og aðalfund kl. 13:30-16 fimmtudaginn 10. mars 2022. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Dagskrá þingsins
13:30 – Þing sett
13:35 – Trausti Jónsson: Veður og árferði í ritum Þorvaldar Thoroddsen
13:50 – Elín Björk Jónasdóttir: Veðurviðvörunarkerfið – reynslan hingað til og framtíðarsýn
14:05 – Helga Ívarsdóttir: Veðurviðvörunarkerfið – samanburður milli ára og þróun verklags
14:20 – Þórður Arason: Tíðni þrumuveðra á Íslandi
14:35 – Kaffi og kaka
15:00 – Melissa A. Pfeffer: SO2 flux measurements during the 2021 eruption of Fagradalsfjall
15:15 – Kristín Björg Ólafsdóttir: Veðurfarsbreytingar síðustu ára
15:30 – Guðrún Nína Petersen: Staðlaður úrkomuvísir
15:45 – Aðalfundur
16:00 – Þingi slitið
Útdrættir erinda eru á vef félagsins, og aðgengilegir hér.
Gert er ráð fyrir að setja upp fjarfund fyrir áhugasama utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem hafa huga á að taka þátt þaðan eru beðnir um að hafa samband: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Félagar teljast þau sem eru skráð persónulega á póstlista félagsins auk þeirra sem reglulega mæta á fundi félagsins.
Pétursey og Eyjafjallajökull séð yfir úrkomumælinn á Vatnsskarðshólum, 8. ágúst 2021.
Frestun góuþings og aðalfundar
16. febrúar 2022, 10:16Í ljósi þess að á næstu vikum er útlit er fyrir verulegar tilslakanir eða afnám takmarkana vegna covid-19, þá hefur stjórn félagsins ákveðið að fresta veðurþingi og aðalfundi til fimmtudagsins 10. mars. Það er gert til að tryggja að allir áhugasamir sjái sér fært að mæta á fundinn.
Eins og áður var auglýst þá mun þingið verða á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.
Við ítrekum því auglýsingu eftir óskum um erindi tengd veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Góuþing og aðalfundur
26. janúar 2022, 19:26Veðurfræðifélagið heldur góuþing og aðalfund síðdegis fimmtudaginn 24. febrúar. Þingið verður á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7, svo framarlega sem samkomutakmarkanir setji því ekki skorður. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Dagskrá haustþings veðurfræðifélagsins
10. október 2021, 19:20Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt kl. 13:30-16 fimmtudaginn 14. október 2021. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Dagskrá þingsins
13:30 – Þing sett
13:35 – Haraldur Ólafsson: Hitatregðan á Íslandi og í S-Evrópu
13:50 – Lilja Steinunn Jónsdóttir: Leiðrétting á hitaspám
14:05 – Páll Ágúst Þórarinsson: Greining á kerfisbundnum mun í úrkomumælingum í flóknu landslagi á Seyðisfirði
14:20 – Þórður Arason: Endurnýjun á veðursjám á Íslandi
14:35 – Kaffi og kaka
15:00 – Guðrún Nína Petersen: Það birtir í Reykjavík – Breytingar á sólskinsstundum tengdar mæliaðferð
15:15 – Þórður Arason: Flutningur á mælireit Veðurstofunnar
15:30 – Andri Gunnarsson: Endurgreining á árstíðarbundnum snjó og sumarleysingu jökla með fjarkönnun á snjóhulu, endurkasti yfirborðs og reikningum á veðri
15:45 – Philipp Weitzel: Extreme winds in the Greenland-Iceland region in a new high-resolution dataset
16:00 – Haraldur Ólafsson og Lilja Steinunn Jónsdóttir: Hitahvörf
16:15 – Þingi slitið
Útdrættir erinda eru á vef félagsins, og aðgengilegir hér.
Gert er ráð fyrir að setja upp fjarfund fyrir áhugasama utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem hafa huga á að taka þátt þaðan eru beðnir um að hafa samband: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Campbell-Stokes mælir á þaki Veðurstofu Íslands 4. júní 2020 (ljósmynd: Guðrún Nína Petersen).
Haustþing Veðurfræðifélagsins
15. september 2021, 09:09Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt kl. 13-16 fimmtudaginn 14. október 2021. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi sem tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Aðalfundur Veðurfræðifélagsins
17. febrúar 2021, 22:42Aðalfundur Veðurfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar kl. 14:00. Fundurinn mun fara fram með rafrænum hætti vegna Covid 19 og samkomutakmarkana.
Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundastörf. Sjá nánar um félagið á https://vedur.org/index.php/um-felagid/.
Hlekkur með aðgangi á rafrænan aðalfund verður sendur á félaga tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Félagar teljast þau sem eru skráðir persónulega á póstlista félagsins auk þeirra sem reglulega mæta á fundi félagsins. Hafi félagi ekki fengið send rafrænt fundarboð er hann beðinn um að senda póst á félagið þess efnis, í síðasta lagi fyrir hádegi á aðalfundardegi.
Aðventuþing Veðurfræðifélagsins
8. desember 2020, 23:02Á fimmtudaginn kl. 14:30 – 15:45 heldur Veðurfræðifélagið aðventuþing sitt. Þingið verður rafrænt, og aðgengilegt með Zoom í snjallsíma eða tölvu. Hlekkurinn á fundinn er hér að neðan og verður aðgengilegur kl. 14:15 á fimmtudaginn:
“https://us05web.zoom.us/j/82254259290?pwd=b2RNdzd1U04yUVRpS1dTTHVwTkI3dz09“.
Á dagskrá þingsins eru þrjú erindi um óvenjulega kulda og hlýindi, aftakaúrkomu og breytingar við gerð veðurmælinga hjá Veðurstofunni.
Dagskrá þingsins:
14:30 – Þing sett
14:35 – Haraldur Ólafsson: Sófareglan um brunagadd og hitasvækju
14:55 – Sibylle von Löwis: Hvernig eru veðurmælingar að breytast?
15:15 – Andréa-Giorgio Massad: Reassessment of precipitation return levels in Iceland.
15:35 – Þingi slitið