Nokkur erindi um veður og aðalfundur

Veðurfræðifélagið heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 27. febrúar 2020, en fyrir hefðbundin aðalfundarstörf verða flutt nokkur erindi um veður. Fundurinn hefst kl. 15, í Undirheimum á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Boðið verður upp á kaffi og köku.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.