Fræðaþing 2019-2020

Vorþing Veðurfræðifélagsins


Grétar Mar Óðinsson
Nýmiðlun veðurupplýsinga til flugmanna

Miðlun veðurupplýsinga til flugmanna hefur tekið stakkaskiptum á aðeins örfáum árum.
Eftir að hafa verið svo til óbreytt áratugum saman, hafa opnast nýir möguleikar til miðlunar veðurupplýsinga með tilkomu sítengdra flugvéla og EFB væðingar þeirra. Sítengdar flugvélar opna möguleikann á svo gott sem rauntíma miðlun upplýsinga til áhafnarinnar. Þá hefur tölvuvæðing flugstjórnarklefans, þá sérstaklega með tilkomu Electronic Flight Bag (EFB) einnig gerbreitt möguleikum flugfélaga hafa til veita flugmönnum aðgengi að þessum upplýsingum.
Í erindinu mun ég leitast við að varpa ljósi á stöðuna eins og hún er í dag, auk þess að fjalla um helstu áskoranirnar sem fylgja þessari nýju tækni og innleiðingu hennar.

Hálfdán Ágústsson
Mælingar og hermun á kviku við flugvelli

Í Noregi er nú rekið verkefni sem lítur að því að kortleggja kviku í aðflugi að nokkrum núverandi og mögulegum flugvallarstæðum. Allir staðirnir sem um ræðir eru í flóknu landslagi þar sem vindar yfir og meðfram bröttum og háum fjöllum geta valdið vandræðum í aðflugi og/eða fráflugi. Sýnd verða dæmi hvernig LIDAR-mælitæki eru notuð til að kortleggja kviku eftir aðflugsgeiranum, uþb frá brautarenda og 4-6 km út frá honum. Niðurstöður mælinganna eru bornar saman við kviku sem reiknuð er með millikvarða og fínkvarða lofthjúpslíkönum. Með því að kvarða líkanreikningana m.v. mælingarnar, þá má fást áreiðanlegri niðurstöður úr líkönunum og nota má þau til að spá fyrir um og kortleggja kviku á stærra svæði. Sambærileg líkön má líka nota til að kortleggja kviku á enn fínni kvarða, t.d. vegna breytinga umhverfi flugvalla. Gefist tími til þá verður sýnd nokkur dæmi um niðurstöður slíkra líkanreikninga.

Einar Sveinbjörnsson
Öruggara aðflug – Viðbætur í METAR skeytum

Á Vogaflugvelli í Færeyjum er notast við aðvörunarkerfi, svokallað „Turbulence Warning System“ (TWI-system) sem byggir á samanburði vindmæla á flugvelli og vindmælir í 1100 fetum, staðsettum á fjallinu „Skeid“. Tilgangurinn er að bæta upplýsingagjöf til flugáhafnar sem kemur inn til lendingar og auka öryggi þegar vænta má truflunar og ókyrrðar. Myndi svipaður háttur, þ.e. að bæta vindi í hæð, koma sér vel hér landi þar sem aðflugsleiðir liggja um stórskorið landslag og ókyrrð algeng í vissum vindáttum og veðurhæð yfir skilgreindum þröskuldsmörkum.

Guðrún Nína Petersen
Bylgjubrot af Vatnajökli – flugmælingar

Í október 2017 var var bresku rannsóknaflugvélinni FAAM flogið yfir Vatnajökul og suður af honum og fjallabylgjubrot mælt. Fjallabylgur eru mjög algengar á Íslandi en það er sjaldgæft að geta mælt breytingar í lofthjúpnum í slíkum fyrirbrigðum. Hér er mælingum lýst.

Skúli Þórðarson
Sérspár fyrir flugvallastarfsemi og nýjar reglur um ástandsmat flugbrauta

Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur vegna innleiðingar á reglugerðarbreytingum ICAO og EASA sem lúta að aðferðafræði við mat á bremsuskilyrðum flugbrauta. Samhliða verða breytingar á skýrslugjöf frá flugvelli til flugmanna. Í megindráttum felur þetta í sér að viðnámsmælingum verður nánast vikið til hliðar en þeirra í stað felur ástandsmatið í sér lýsingu á þekju flugbrautar (e. contamination), þar sem gefinn er upp tölulegur kóði fyrir viðeigandi ástandsflokk og er sá kóði nýttur við útreikninga á afkastagetu flugvélar. Stór þáttur í nýju ferli er endurgjöf um bremsuskilyrði frá flugmanni til flugvallar. Einnig er unnið að öðrum nýjungum hjá Isavia sem varða ástandsvöktun og veðurupplýsingar. Verið er að taka í notkun hálkuspákerfi sem þróað hefur verið í samvinnu við Veðurstofuna og Vegagerðina, en kerfið mun nýtast á öllum flugvöllum þar sem brautarhitamælingar eru til staðar. Einnig eru að líta dagsins ljós s.k. flaggspár fyrir flugvelli sem Veðurstofan gefur út á sex klst. fresti, en tilgangur þeirra er að einfalda vöktun og bæta viðbúnað vegna veðurskilyrða sem kunna að hafa rekstrartruflanir í för með sér. Að síðustu er vert að nefna nýtt kerfi vindmæla sem tekið hefur verið í notkun við flugstöð Leifs Eiríkssonar, en kerfið vaktar í rauntíma vindaaðstæður á flughlaði og mun þannig gefa auknar upplýsingar um skilyrði til afgreiðslu flugvéla (e. ground operations) í óveðrum.

Björn Sævar Einarsson
Veðurlag í fluglagi – raulað um flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands

Yfirlit yfir flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands og horft til framtíðar.

Helga Ívarsdóttir
Ekki alltaf CAVOK

Útdrátt vantar

Þórdís Sigurðardóttir
Flugstjórnarmiðstöð – veður og vindaspár

Fyrirlesturinn fjallar um mikilvægi háloftavindaspár fyrir flugstjórnarmiðstöðina, fylgjum ferlinu hvernig “OTS NAT tracks” fyrir Norður-Atlantshafið eru hannaðir og gefnir út og hvernig flæði flugumferðar yfir hafið fer eftir legu þeirra. Fjallað um PIREP og SIGMET og áhrifin í flugstjórnarmiðstöð. Einnig er fjallað um mikilvægi rétts vindamódels (GRIB) fyrir starfsemina og áhrifin sem það getur haft ef vindamódelið er rangt eða það vantar.

Sara Barsotti
Volcanic hazards to the aviation

Volcanoes and volcanic hazards can represent a real danger for aircraft and aviation services.
When a volcano erupts, if explosively, a huge amount of small solid particles is injected in the atmosphere and is transported by the wind. Volcanic ash cloud can travel thousands of kms away from the volcanic source and, in this way, affecting large airspaces. If an aircraft encounters a volcanic cloud, the safety of the flight is compromised by the possibility of the failure of the controlling systems, the engines, the electronic devices. When flying very close to an active volcano, that starts to erupt, the turbulence induced by the rising volcanic plume might disturb the aircraft that suddenly will be approaching a very unstable atmosphere.
Tephra produced during an explosive eruption will eventually deposit on the ground. If an airport is located nearby the volcano, there is the possibility that the deposit will cause the airways to become slippery and prevent the aircrafts to taking off or landing.
One of the responsibilities of a Volcano Observatory is to monitor the active volcanoes and being capable of providing a warning prior the next eruption to allow the aviation to operate in safe conditions.

Þorraþing Veðurfræðifélagsins

Vantar