Fræðaþing 2019-2020

Aðventuþing 10. desember 2020


Haraldur Ólafsson
Sófareglan um brunagadd og hitasvækju

Útdrátt vantar


Sibylle von Löwis
Hvernig eru veðurmælingar að breytast?

Útdrátt vantar


Andréa-Giorgio Raphael Massad
Reassessment of precipitation return levels in Iceland

The purpose of this study is twofold: to present an updated assessment of precipitation return periods, and to apply the results to a new 1M5 map of 24-hour precipitation thresholds for a 5-year event. Both observed precipitation at 43 stations and gridded precipitation values from the Icelandic Reanalysis (ICRA) are used in the analysis. The choice of an appropriate EVA method is studied thoroughly, leading to the selection of the Peak-over-Threshold method as it shows more similarities when applied to both sets of data. The project results in the presentation of IDF curves for each station and new 1M5 maps that include important details that the earlier version (Elíasson et al., 2009) could not encompass.

Þing 27. febrúar 2020


Trausti Jónsson
Veðurlagsflokkun og veðurviðburðir

Áður hefur á þingum Veðurfræðifélagsins verið fjallað um viðburðaskrá sem fyrirlesari hefur tekið saman. Hann hefur nú gert tilraun til að tengja hana hinni (fornu) veðurlagsflokkun Hovmöllers – allt aftur til 1874 og fram til 2011. Rifjaðir verða upp nokkir sjálfsagðir hlutir. Þar á meðal að snjóflóð falla einkum í hvössum norðanáttum og undir lágum veðrahvörfum, en skriðuföll og vatnsflóð eru algengust í hvössum sunnanáttum og undir háum veðrahvörfum. Sjávarflóð verða einkum undir lágum veðrahvörfum – en bæði í norðlægum og suðlægum áttum. Lítillega verður fjallað um fleiri „tegundir“ viðburða og þægindagildi viðburðaskrárinnar.


Elín Björk Jónasdóttir
Veðurvísindi á vakt: komið við á vaktinni í óveðrunum í desember og febrúar

Vinna veðurspávaktar Veðurstofunnar hefur breyst talsvert á síðustu 5-10 árum. Fyrst með tilkomu háupplausnalíkana en síðar með aukinni kröfu um samskipti við ytri aðaila, og loks nýju viðvörunarkerfi sem tekið var í notkun í byrjun nóvemer 2017. Þann 9. desember 2019 var í fyrsta sinn gefin út rauð viðvörun vegna veðurs, og aftur voru gefnar út rauðar viðvaranir þann 13. febrúar. Í þessu erindi verður skyggnst á bak við tjöldin í þessum veðrum og farið yfir helstu breytingar sem orðið hafa á starfi spáveðurfræðinga undanfarin ár.


Ólafur Rögnvaldsson
Niðurkvörðun veðurs fyrir vatnsárið 2014/15

Útdrátt vantar


Haraldur Ólafsson
Hvar eru verstu spárnar?

Landslag hefur áhrif á vind með ýmsum hætti. Flokka má áhrifin eftir því hvaða kraftar eiga í hlut og er það gert. Þá eru vindaspár úr sérhverjum flokki skoðaðar og í ljós kemur að röstum meðfram fjöllum er vel spáð en vindi sem steypist niður af fjöllum er hræðilega illa spáð. Hugsanlegar ástæður þess eru ræddar og hvaða leiðir kunni að vera til bóta.

Haustþing Veðurfræðifélagsins


Þórður Arason, Kristín Björg Ólafsdóttir, Sibylle von Löwis & Trausti Jónsson
Veðurstöðvar á Íslandi – þróun kerfis

Veðurstofa Íslands á aldarafmæli um komandi áramót, en hún var stofnuð 1. janúar 1920. Við þessi tímamót lítum við yfir þróun veðurstöðvakerfisins frá upphafi veðurathugana á Íslandi. Sérstaklega eru kannaðar grundvallarbreytingar á stöðvakerfinu á síðasta aldarfjórðungi, en mikil fjölgun sjálfvirkra veðurstöðva hefur haldist í hendur við fækkun á mönnuðum stöðvum og útlit er fyrir að sú þróun haldi áfram. Ýmsir veðurþættir henta vel fyrir sjálfvirka mæla og þannig fást þéttari og fyllri upplýsingar með áreiðanlegum tímaröðum; má þar t.d. nefna hita, vind og loftþrýsting. Hins vegar henta sumar athuganir illa fyrir sjálfvirka mæla; má þar nefna sjónmetna þætti, skýjahulu, skýjategundir, snjóhulu veðurlýsingu og ýmis sérstök veðurfyrirbæri. Með sjálfvirknivæðingu breytist eðli sumra mælinga og verða ekki að fullu sambærilegar við eldri mannaðar mælingar, en slíkt misræmi getur reynst bagalegt við skoðun á langtímaleitni í tengslum við rannsóknir á loftslagsbreytingum.


Árni Sigurðsson
Þróun ársmeðalhita á nokkrum veðurstöðvum

Það má í grófum dráttum fitta ferla ársmeðalhita með langtímabreytileika ríkjandi vindátta eins og hann birtist í úrkomumagni við Hvalvatn, og langtímaþróun með parabólu. Úrkomumælingar við Hvalvatn sýna að í gangi er áratuga löng bylgja í ríkjandi vindáttum. Á hafísárunum á áttunda áratugnum var úrkomumagn þar í lágmarki vegna þess að þá voru norðlægar vindáttir mjög ríkjandi. Hins vegar á árunum kringum aldarmótin 2000 mældist þar einstaklega mikil úrkoma, enda mildar suðlægar áttir þá mun tíðari.

Ég hélt erindi um svipað efni á þingi veðurfræðifélaginu fyrir þremur árum, en núna er áhugavert að sjá að þremur árum síðar hefur þróunin haldið áfram nánast á sömu nótum og þá var lýst. Veðurfarsbreytingar virðast komnar á fullt skrið á Íslandi og má sjá að hlýnunin gengur hraðar fyrir sig um landið norðanvert. Á síðastliðnum þremur árum hefur hlýnað um 0.15°C til 0.25°C á flestum veðurstöðvunum, en við suðurströndina gengur hlýnunin hægar fyrir sig.

Stuðst er við 70 ára gagnaraðir í Reykjavík, Stykkishólmi, Gjögri/Litlu-Ávík, Akureyri, Grímsstöðum, Raufarhöfn, Dalatanga, Höfn, Klaustri og Stórhöfða. Haldi þróunin áfram á þessum nótum og við skyggnumst inn í framtíðina lítur út fyrir að um miðja 21. öld verði ársmeðalhitinn kominn í um 7 stig og að það verði óverulegur munur á Norður- og Suðurlandi.


Guðrún Nína Petersen
Veður í Surtsey

Veðurmælingar í Surtsey hófust í apríl 1968 en eldgosinu lauk 5. júní sama ár. Þessar fyrstu mælingar stóðu þó eingöngu yfir í nokkra mánuði 1968 og aftur 1969 og voru það stopular að ekki var hægt að meta veður eða veðurfar á eyjunni út frá þeim einum. Árið 2009 var sett upp sjálfvirk veðurstöð í eyjunni og hún hefur nú skilað gögnum í um 10 ár. Hér verður veðurfari í Surtsey lýst út frá þessum mælingum og í samanburði við veðurfar á Heimaey.


Vilhjálmur Smári Þorvaldsson
Veðurstöðin Blika

Kynning á veðurstöðinni Bliku, hönnunarferlið, hvenær og hvernig þessi vinna hófst. Hvaða fastabúnaður er í stöðinni, svo sem örgjörvi, minni fyrir geymslu mæligagna, rauntímaklukka, GPS, Bluetooth, mælirás fyrir PT100 hitanema osfrv. Þá hvaða nema er hægt að tengja við stöðina, svo sem hverskonar og hvaða vindmæla, úrkomumæla, rakamæla, loftvog, sólgeislunarmæla osfrv. Þá einnig hvers konar fjarskiptaeiningar er hægt að hafa í stöðinni. Á hvaða formi gagnasendingar eru og hvert hægt er að senda þau osfrv.


Bolli Pálmason
CARRA endurgreining – Hvað er nú það?


Árni Guðbrandsson
Staða flugs með tilliti til eldgosa

Ágrip vantar


Sibylle von Löwis
Agnamælingar í andrúmslofti á gamlárskvöld 2018

Frá 30. desember 2018 til 7. janúar 2019 foru fram mælingar á ögnum í lofti með mismundandi tækjum, meðal annars agnasjá (e. lidar), svifryksmæli (e. optical particle counter) og Multigas mæli. Mælingarnar voru borin saman við mælingar frá Umhverfisstofnun á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar og fyrsti niðurstöðu frá gamlársdag og nýársdag verða kynnt.

Vorþing Veðurfræðifélagsins


Grétar Mar Óðinsson
Nýmiðlun veðurupplýsinga til flugmanna

Miðlun veðurupplýsinga til flugmanna hefur tekið stakkaskiptum á aðeins örfáum árum.
Eftir að hafa verið svo til óbreytt áratugum saman, hafa opnast nýir möguleikar til miðlunar veðurupplýsinga með tilkomu sítengdra flugvéla og EFB væðingar þeirra. Sítengdar flugvélar opna möguleikann á svo gott sem rauntíma miðlun upplýsinga til áhafnarinnar. Þá hefur tölvuvæðing flugstjórnarklefans, þá sérstaklega með tilkomu Electronic Flight Bag (EFB) einnig gerbreitt möguleikum flugfélaga hafa til veita flugmönnum aðgengi að þessum upplýsingum.
Í erindinu mun ég leitast við að varpa ljósi á stöðuna eins og hún er í dag, auk þess að fjalla um helstu áskoranirnar sem fylgja þessari nýju tækni og innleiðingu hennar.

Hálfdán Ágústsson
Mælingar og hermun á kviku við flugvelli

Í Noregi er nú rekið verkefni sem lítur að því að kortleggja kviku í aðflugi að nokkrum núverandi og mögulegum flugvallarstæðum. Allir staðirnir sem um ræðir eru í flóknu landslagi þar sem vindar yfir og meðfram bröttum og háum fjöllum geta valdið vandræðum í aðflugi og/eða fráflugi. Sýnd verða dæmi hvernig LIDAR-mælitæki eru notuð til að kortleggja kviku eftir aðflugsgeiranum, uþb frá brautarenda og 4-6 km út frá honum. Niðurstöður mælinganna eru bornar saman við kviku sem reiknuð er með millikvarða og fínkvarða lofthjúpslíkönum. Með því að kvarða líkanreikningana m.v. mælingarnar, þá má fást áreiðanlegri niðurstöður úr líkönunum og nota má þau til að spá fyrir um og kortleggja kviku á stærra svæði. Sambærileg líkön má líka nota til að kortleggja kviku á enn fínni kvarða, t.d. vegna breytinga umhverfi flugvalla. Gefist tími til þá verður sýnd nokkur dæmi um niðurstöður slíkra líkanreikninga.

Einar Sveinbjörnsson
Öruggara aðflug – Viðbætur í METAR skeytum

Á Vogaflugvelli í Færeyjum er notast við aðvörunarkerfi, svokallað „Turbulence Warning System“ (TWI-system) sem byggir á samanburði vindmæla á flugvelli og vindmælir í 1100 fetum, staðsettum á fjallinu „Skeid“. Tilgangurinn er að bæta upplýsingagjöf til flugáhafnar sem kemur inn til lendingar og auka öryggi þegar vænta má truflunar og ókyrrðar. Myndi svipaður háttur, þ.e. að bæta vindi í hæð, koma sér vel hér landi þar sem aðflugsleiðir liggja um stórskorið landslag og ókyrrð algeng í vissum vindáttum og veðurhæð yfir skilgreindum þröskuldsmörkum.

Guðrún Nína Petersen
Bylgjubrot af Vatnajökli – flugmælingar

Í október 2017 var var bresku rannsóknaflugvélinni FAAM flogið yfir Vatnajökul og suður af honum og fjallabylgjubrot mælt. Fjallabylgur eru mjög algengar á Íslandi en það er sjaldgæft að geta mælt breytingar í lofthjúpnum í slíkum fyrirbrigðum. Hér er mælingum lýst.

Skúli Þórðarson
Sérspár fyrir flugvallastarfsemi og nýjar reglur um ástandsmat flugbrauta

Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur vegna innleiðingar á reglugerðarbreytingum ICAO og EASA sem lúta að aðferðafræði við mat á bremsuskilyrðum flugbrauta. Samhliða verða breytingar á skýrslugjöf frá flugvelli til flugmanna. Í megindráttum felur þetta í sér að viðnámsmælingum verður nánast vikið til hliðar en þeirra í stað felur ástandsmatið í sér lýsingu á þekju flugbrautar (e. contamination), þar sem gefinn er upp tölulegur kóði fyrir viðeigandi ástandsflokk og er sá kóði nýttur við útreikninga á afkastagetu flugvélar. Stór þáttur í nýju ferli er endurgjöf um bremsuskilyrði frá flugmanni til flugvallar. Einnig er unnið að öðrum nýjungum hjá Isavia sem varða ástandsvöktun og veðurupplýsingar. Verið er að taka í notkun hálkuspákerfi sem þróað hefur verið í samvinnu við Veðurstofuna og Vegagerðina, en kerfið mun nýtast á öllum flugvöllum þar sem brautarhitamælingar eru til staðar. Einnig eru að líta dagsins ljós s.k. flaggspár fyrir flugvelli sem Veðurstofan gefur út á sex klst. fresti, en tilgangur þeirra er að einfalda vöktun og bæta viðbúnað vegna veðurskilyrða sem kunna að hafa rekstrartruflanir í för með sér. Að síðustu er vert að nefna nýtt kerfi vindmæla sem tekið hefur verið í notkun við flugstöð Leifs Eiríkssonar, en kerfið vaktar í rauntíma vindaaðstæður á flughlaði og mun þannig gefa auknar upplýsingar um skilyrði til afgreiðslu flugvéla (e. ground operations) í óveðrum.

Björn Sævar Einarsson
Veðurlag í fluglagi – raulað um flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands

Yfirlit yfir flugveðurþjónustu Veðurstofu Íslands og horft til framtíðar.

Helga Ívarsdóttir
Ekki alltaf CAVOK

Útdrátt vantar

Þórdís Sigurðardóttir
Flugstjórnarmiðstöð – veður og vindaspár

Fyrirlesturinn fjallar um mikilvægi háloftavindaspár fyrir flugstjórnarmiðstöðina, fylgjum ferlinu hvernig “OTS NAT tracks” fyrir Norður-Atlantshafið eru hannaðir og gefnir út og hvernig flæði flugumferðar yfir hafið fer eftir legu þeirra. Fjallað um PIREP og SIGMET og áhrifin í flugstjórnarmiðstöð. Einnig er fjallað um mikilvægi rétts vindamódels (GRIB) fyrir starfsemina og áhrifin sem það getur haft ef vindamódelið er rangt eða það vantar.

Sara Barsotti
Volcanic hazards to the aviation

Volcanoes and volcanic hazards can represent a real danger for aircraft and aviation services.
When a volcano erupts, if explosively, a huge amount of small solid particles is injected in the atmosphere and is transported by the wind. Volcanic ash cloud can travel thousands of kms away from the volcanic source and, in this way, affecting large airspaces. If an aircraft encounters a volcanic cloud, the safety of the flight is compromised by the possibility of the failure of the controlling systems, the engines, the electronic devices. When flying very close to an active volcano, that starts to erupt, the turbulence induced by the rising volcanic plume might disturb the aircraft that suddenly will be approaching a very unstable atmosphere.
Tephra produced during an explosive eruption will eventually deposit on the ground. If an airport is located nearby the volcano, there is the possibility that the deposit will cause the airways to become slippery and prevent the aircrafts to taking off or landing.
One of the responsibilities of a Volcano Observatory is to monitor the active volcanoes and being capable of providing a warning prior the next eruption to allow the aviation to operate in safe conditions.

Þorraþing Veðurfræðifélagsins

Vantar