Aðventuþing – veffundur

Á tímum samkomutakmarkana og covid þá er erfitt að halda hefðbundin veðurþing. Veðurfræðifélagið bregður því á það ráð að halda stutt aðventuþing fimmtudaginn 10. desember, kl. 14:30 – 15:30. Fundurinn verður einungis sendur út á netinu og á dagskránni verða 3 – 4 erindi. Áhugasamir taki tímann frá, en dagskrá verður kynnt síðar.