Öskudagsþing Veðurfræðifélagsins og aðalfundur

Veðurfræðifélagið heldur öskudagsþing sitt og aðalfund kl. 13:30-16 miðvikudaginn 22. febrúar 2023. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.

Dagskrá þingsins

13:30 – Þing sett
13:35 – Einar Sveinbjörnsson: Nær Esjuskjólið í NA-átt alveg suðvestur á Fagradalsfjall?
13:55 – Halldór Björnsson og Guðrún Elín Jóhannsdóttir: 100 ára sjávarflóð við Íslandsstrendur
14:15 – Esther Hlíðar Jensen: Jarðvegshiti og -raki við skriðuvöktun
14:35 – Halldór Björnsson: Sviðsmyndir um loftslagsbreytingar
14:55 – Trausti Jónsson: Tvær frásagnir af veðri í „Fornaldarsögum Norðurlanda“
15:15 – Kaffi, kaka og aðalfundur
15:40 – Þingi slitið

Útdrættir erinda eru á vef félagsins, og aðgengilegir hér.

Gert er ráð fyrir að setja upp fjarfund fyrir áhugasama utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem hafa huga á að taka þátt þaðan eru beðnir um að hafa samband: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Félagar teljast þau sem eru skráð persónulega á póstlista félagsins auk þeirra sem reglulega mæta á fundi félagsins.