Frestun góuþings og aðalfundar

Í ljósi þess að á næstu vikum er útlit er fyrir verulegar tilslakanir eða afnám takmarkana vegna covid-19, þá hefur stjórn félagsins ákveðið að fresta veðurþingi og aðalfundi til fimmtudagsins 10. mars. Það er gert til að tryggja að allir áhugasamir sjái sér fært að mæta á fundinn.

Eins og áður var auglýst þá mun þingið verða á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.

Við ítrekum því auglýsingu eftir óskum um erindi tengd veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.