Fræðaþing 2021-2022

Haustþing 3. nóvember 2022


Þórður Arason
Vatn – undraefni alheims

Vatn leikur lykilhlutverk í veðrinu, umhverfinu og innra með okkur – við búum á bláa hnettinum. Vatn hefur einstaka og undarlega efna- og eðlisfræðilega eiginleika. Fjallað verður um suma af þessum eiginleikum og áhrif þeirra á veðrið, lífið og náttúruna.

Nefna má: Vatn er ein léttasta sameind, sem algeng er í alheimi; Varmarýmd vatns er hæst allra vökva og fastra efna utan ammóníaks; Varmaleiðni vatns er hæst allra vökva; Bræðsluvarmi vatns er hæstur allra efna utan ammóníaks; Uppgufunarvarmi vatns er hæstur allra efna; Varmaþensla vatns er afbrigðileg, en vatn hefur hæsta eðlismassa við 4°C og lækkar með seltu; Yfirborðsspenna vatns er hæst allra vökva; Vatn leysir almennt upp fleiri efni og í hærri styrk en aðrir vökvar; Rafstuðull vatns er hæstur allra vökva; Sundrun efna í jónir er mjög lág; Gegnsæi er mjög gott, glært fyrir sýnilegt ljós.

Saman stjórna þessir afbrigðilegu eiginleikar vatns, lífi og umhverfi okkar. Að lokum verða vangaveltur um hvernig skýjafar, veðrið, veðrahvolfið, vatnshringrásin og lífið væru ef eiginleikar vatns væru eðlilegri. Þá væri þetta líklega ekki neitt neitt.


Haraldur Ólafsson
Veðurfar á siglingaleiðinni til Grænlands í Grænlendinga sögu og nýjustu gögnum úr niðurkvörðun

Til samanburðar við veðurfar skammt suður af Íslandi eru óveður og sérstaklega langvarandi óveður mjög tíð á leiðinni til Grænlands. Þá er þokusælt og erfitt að vita úr hvaða átt vindur blæs í þoku. Þar við bætist hætta í tengslum við ísrek og vandamál sem tengjast því hversu löng siglingaleiðin er.

Gögn úr niðurkvörðun CARRA ríma ágætlega við það litla sem sagt er um málið í Grænlendinga sögu og vekja upp spurningu hvort landnám Grænlands hafi verið mesta afrek mannkyns á miðöldum.


Daníel Þorláksson
Veðuraðdragandi snjóflóða á Flateyri

Byggðin á Flateyri í Önundarfirði hefur eina vegtengingu við umheiminn og notður af íbúum til að sækja sér þjónustu, t.d. til Ísafjarðar sem er einnig hluti af sama sveitarfélagi. Snjóflóð ógna veginum og var gagnasafn af 77 snjóflóðum skilgreint frá 1997-2021 eða eftir að úrkomumælinga hófust á Flateyri. Vegagerðin fær snjóflóðaspár sem eru gerðar fyrir Flateyrarveg og lætur íbúa vita ef búist er við snjóflóðahættu. Flest snjóflóð sem ógna Flateyrarveg falla í norðan- og norðaustanátt þegar er kalt að vetri, en það er einmitt ríkjandi vindátt þegar að kalt er á Vestfjörðum. Notast var við vind- og hitamælingar á Þverfjalli og úrkomu- og hitamælingar á Flateyri til að greina veðuraðdraganda þessara flóða. Vindstyrkur, hitastig og úrkoma var nokkuð breytileg í aðdraganda þessara 77 flóða, en þó er hægt að draga nokkrar ályktarnir og gróflega meta líkur á því að gefið veður valdi snjóflóði yfir Flateyrarveg.


Eiríkur Örn Jóhannesson
Norðvestan ofsaveður sunnudaginn 25. september

Sunnudaginn 25. september 2022 fór lægð austur með norðurströnd landsins og henni fylgdi norðvestan stormur eða rok, en víða ofsaveður á Austfjörðum. Talsvert tjón varð þar sem tré fuku upp með rótum og hliðar og þök af húsum. Gefnar voru út gular viðvaranir fyrir helgina sem voru uppfærðar í appelsínugular og svo rauðar á laugardeginum. Með hjálp öfgaveðurhæðargreiningu getum við skoðað hvort og þá hvernig þetta veður sker sig úr öðrum álíka.


Bolli Pálmason
Straumhvörf í veðurspákeyrslum á VÍ

Útdrátt vantar.

Góuþing 10. mars 2022


Trausti Jónsson
Veður og árferði í ritum Þorvaldar Thoroddsen

Fjallað verður um skrif Þorvaldar Thoroddsen um veður og árferði. Viðhorf hans til veðurfarsbreytinga og deilur um þau rifjuð upp.


Elín Björk Jónasdóttir
Veðurviðvörunarkerfið – reynslan hingað til og framtíðarsýn

Útdrátt vantar


Helga Ívarsdóttir
Veðurviðvörunarkerfið – samanburður milli ára og þróun verklags

Útdrátt vantar


Þórður Arason
Tíðni þrumuveðra á Íslandi

Um þessar mundir hafa eldingar verið mældar og staðsettar við Ísland í 25 ár. Árstíðasveifla þrumuveðra á Íslandi er könnuð í mæligögnum og borin saman við árstíðasveiflu í mönnuðum veðurathugunum sl. 90 ár. Þrumuveðrin skiptast í sumar- og vetrarþrumuveður þar sem uppruni óstöðugleika lofthjúps er af mismunandi toga, en lítið er um þrumuveður vor og haust. Lagt er mat á fjölda þrumudaga á ári og þeir kortlagðir fyrir landið. Eldingaþéttni er einnig kortlögð fyrir Ísland, þ.e. fjöldi mældra eldinga að jafnaði á flatareiningu á ári.


Melissa A. Pfeffer
SO2 flux measurements during the 2021 eruption of Fagradalsfjall

During the Fagradalsfjall eruption, the flux of SO2 was measured with ground-based UV spectrometers. A three-instrument network of DOAS instruments (10 km NNW of the eruption site, 6 km to the NW and 4.5 km to the SW) was augmented by traverses directly under the eruption cloud, primarily car-borne but a few measurements were also made by foot and by aircraft. These measurements are used together with plume height and meteorological conditions to calculate the emission rate of SO2. The scanning instruments measured the SO2 flux 4900 times over the duration of the eruption. These measurements include only those where the plume was within +/- 15 degrees of line of site from the eruption to the instrument and the measurements were not obviously impacted by the low solar angle during sunrise and sunset. Additionally, 148 traverse measurements were made. The traverse calculations attempt to include the uncertainty related to wind properties to have the true measurement uncertainty represented in the results.

The measurements reveal significant variations in SO2 flux over short time periods. The volcanic activity was highly dynamic over the course of the eruption and has been divided into different eruptive phases based on visually observed characteristics including the number of active vents and the frequency of lava fountaining. During the lava fountaining periods, the SO2 flux measured by DOAS and the seismic tremor are highly correlated with the presence or absence of lava fountaining. We exploit this relationship to use the SO2 fluxes measured during the high/low activity times together with the amount of time that the continuous seismic tremor measurements indicate to be high/low activity to produce a more precise calculation of the SO2 emitted during the different eruptive phases. This allows us to calculate a more reliable total flux of SO2 over the entire eruption. About 6% of the SO2 emitted during the same length Holuhraun eruption was released during this eruption.


Kristín Björg Ólafsdóttir
Veðurfarsbreytingar síðustu ára

Útdrátt vantar


Guðrún Nína Petersen
Staðlaður úrkomuvísir

Erfitt getur verið að bera smaan úrkomumælingar á milli staða, þ.e. það sem er mikil úrkoma á einum stað kann að vera miðlungs eða jafnvel lítil úrkoma annarsstaðar. Útreikningar staðlaðra úrkomuvísir er aðferð til að gera úrkomu samanburðarhæfa á milli stöðva. Með því að reikna slíkan vísi yfir mislöng tímabil má einnig fá mynd af hvort að ákveðin tímabil séu óvenju blaut eða þurr.

Vatnsskarðshólar 2021-08-08

Haustþing 14. október 2021


Lilja Steinunn Jónsdóttir
Leiðrétting á hitaspám línulega brúuð yfir Ísland

Öllum veðurspám fylgir einhver skekkja. Fyrir hitaspár í 2ja metra hæð er nú á Veðurstofu Íslands meðal annars notuð aðferð sem nýtir hitaspár og mælingar undanfarinna daga til þess að leiðrétta staðaspár á öllum veðurstöðvum. Þó að reynslan af þessari leiðréttingu sé góð er ágalli hennar að einungis er leiðrétt þar sem mæligildi er að fá frá stöðvum. Þessar leiðréttingar má þó færa yfir á net spálíkana með línulegri brúun og þar með fá leiðrétta hitaspá fyrir allt Ísland.

Kynnt verður aðferð sem brúar leiðréttingar hitaspáa á veðurstöðvum yfir allt Ísland.


Þórður Arason & Hermann Arngrímsson
Endurnýjun á veðursjám á Íslandi

Veðurstofan hefur rekið veðursjá (e. weather radar) í Keflavík síðan 1991 og svo var sett upp önnur á Fljótsdalsheiði 2012. Veðursjár mæla m.a. endurkast frá regndropum og eldfjallaösku í allt að 250 km fjarlægð. Fyrir löngu var komin þörf á endurnýjun og nú er Veðurstofan búin að kaupa þrjár nýjar veðursjár, Meteor 735CDP10 frá Leonardo í Þýskalandi. Nýju veðursjárnar eru mun fullkomnari en þær eldri. Í ágúst-september 2021 var veðursjáin í Keflavík endurnýjuð. Veðursjáin á Fljótsdalsheiði verður endurnýjuð sumarið 2022 og í kjölfarið verður sett upp ný veðursjá yst á Skaga, vestan Skagafjarðar. Fjallað verður um uppsetningu nýja kerfisins og nýja möguleika sem bjóðast.


Þórður Arason & Sibylle von Löwis
Flutningur á mælireit Veðurstofunnar

Útbúinn var sérhannaður veðurathuganareitur austan við hús Veðurstofunnar við Bústaðveg um leið og nýtt hús Veðurstofunnar var byggt og hófust veðurathuganir í reitnum í maí 1972. Nú virðist mikil þörf á að taka mælireitinn undir nýbyggingar og hefur því verið útbúinn nýr mæliteigur á toppi golfskálahæðarinnar NV við Veðurstofuhúsið. Þar sem búast má við að einhver munur geti verið á mæliaðstæðum, stendur til að bera saman samtímamælingar á nokkrum veðurþáttum í gamla mælireitnum og nýja mæliteignum. Samanburðartímabil verður frá 1. okt. 2021 til 31. maí 2023, en á þeim tíma verða engar framkvæmdir á eða við hvorugan staðinn. Skoðuð verða samtímagögn sl. sumar og hvaða mun má sjá á mælingum í reit og teig.


Guðrún Nína Petersen
Það birtir í Reykjavík: Breytingar á sólskinsstundum tengdar mæliaðferð

Í áratugi hafa sólskinsstundir í Reykjavík verið mældar með svokölluðum Campbell-Stokes mæli þar sem sólskin er safnað í glerkúlu í brennidepil semþegar sólskin er nóg svíður rák á blað á bak við kúluna. Sólskinsstundir voru svo metnar með því að mæla uppsafnaða lengd rákarinnar.
Um áramótin 2020-2021 var hætt að mæla sólskinsstundir í Reykjavík á þennan hátt og héðan í frá eru sólskinsstundir eingöngu mældar með sjálfvirkum mæli. Báðar aðferðir hafa sína kosti og galla. Til dæmis hefur lengi verið vitað að mælingar með Campbell-Stokes mælinum vanmeta sólskin á sumarkvöldum og ofmeta sólskin þegar skýjað er með köflum. Í erindum verður stuttlega farið yfir þær breytingar sem verða á skráðum sólskinsstundum í Reykjavík við færsluna úr mönnuðum í sjálfvirkar mælingar.

Ljósmynd: Campbell-Stokes mælir á þaki Veðurstofu Íslands 4. júní 2020.


Andri Gunnarsson1,2, Sigurður M. Garðarsson1
Endurgreining á árstíðarbundnum snjó og sumarleysingu jökla með fjarkönnun á snjóhulu, endurkasti yfirborðs og reikningum á veðri.

Þróuð hefur verið aðferðarfræði sem nýtir athuganir úr MODIS skynjara TERRA og AQUA gervitungla NASA til að búa til samfellt mat í tíma og rúmi fyrir hlutfallslega snjóhulu (e. fractional snow cover) og endurkast íss og snjós (e. surface albedo). Afurðirnar eru frá upphafi árs 2000 og keyra í rauntíma. Til viðbótar við þessa úrvinnslu hefur verið þróað orkuskiptalíkan sem reiknar orkuskipti yfirborðs sem hulið er snjó eða ís og styðst við daglegt mat á snjóhulu og endurkasti. Líkanið reiknar daglega leysingu (vatnsgildi) sem byggir á hlutfallstölu snjóhulu og endurkasti yfirborðs samtengt við tölfræðilega niðurkvarðað veðurinntak úr WRF veðurlíkani. Samanburður á reiknuðum og mældum orkuþáttum gefa góða raun sem og samanburður á reiknaðri leysingu við mælingar á árstíðarbundnum snjó og afkomumælingum jökla.

Niðurstöðurnar gefa færi á því að greina betur en áður dreifingu leysingar í rúmi, áhrif eldogosa og sandfoks á leysingu en einnig má meta leysingu jökla sem ekki eru afkomumældir með reglulegum hætti. Greina má upptök leysingar innan vatnasviða, hvort sem er fyrir snjó eða leysingu jökla og bera saman milli vatnasviða og landshluta.

1: University of Iceland, Civil and Environmental Engineering, Hjardarhagi 2-6, IS-107 Reykjavik, Iceland
2: National Power Company of Iceland, Háleitisbraut 68, 103, Reykjavík, Iceland


Haraldur Ólafsson
Hitatregðan á Íslandi og í S-Evrópu

Ef litið er til meðalhita mánaða hefur komið í ljós að mikil fylgni getur verið milli aðliggjandi mánaða, jafnvel svo mikil að hún dugi í spár sem eru einhver virði. Á Íslandi er tregðan mikil sunnanlands á sumrin, en mest er hún á Austfjörðum að hausti. Skoðun á gögnum frá Frakklandi sýnir líka töluverðan breytileika í hitatregðu. Mest er tregðan við Ermarsund og á Bláuströnd, en furðu lítil við Biskajaflóa. Líklega ráða sólfarsvindar þarna nokkru. Þá eru vísbendingar um að kuldafrávik á meginlandi Evrópu spilli tregðunni í Frakklandi ef málið er skoðað með tilliti til riðu í neðri hluta lofthjúpsins.


– Páll Ágúst Þórarinsson
Greining á kerfisbundnum mun í úrkomumælingum í flóknu landslagi á Seyðisfirði

Dreifing úrkomu í flóknu landslagi getur verið mjög ójöfn og margir þættir sem þarf að huga að þar þegar úrkomumælingar frá slíkum stöðum eru skoðaðar. Markmið þessa verkefnis var slíkt vandamál; að greina mun á sjálfvirkum úrkomumælingum í flókna landslaginu á Seyðisfirði. Þar eru þrjár tegundir af úrkomumælum (tveir sjálfvirkir og ein mannaður) staðsettir á þremur mismunandi stöðum í firðinum. Í mælireit Veðurstofunnar í Reykjavík eru samskonar mælarallir taðsettir á sama stað.

Greiningin var gerð í þremur pörtum og til einföldunar voru einungis skoðaðar regnmælingar en ekki snjó. Fyrst var kannað hvort finna mætti kerfisbundin mun á milli mælanna í Reykjavík, þ.e. hvort að munur gæti verið milli mismunandi mælitækja. Sá samanburður leiddi í ljós að vippumælirinn mælir kerfisbundið minna regn samanborið við hina tvo. Sá munur reynist hinsvegar mikið minni en hefur mælst á milli mæla á Seyðisfirði undanfarin ár. Næst voru áhrif flókna landslagsins skoðuð á flæði lofts og dreifingu úrkomu. Þau eru greinileg og mikil og hafa áhrif á dreifingu úrkomunnar í firðinum þar sem það rignir nánast eingöngu þegar austlægir vindar eru í lofti. Að lokum, til að tengja atburði þar sem mikill munur mældist milli mæla í Seyðistfirði var staða veðrakerfanna yfir Norður-Atlantshafi skoðuð í nokkrum stærri úrkomuatburðum og þegar mikill munum mældist. Sá samanburður leiddi í ljós að mestur munur mælist í tveimur tegundum af veðrum; þegar lægð fer suður og austur með Íslandi á leið í átt að Noregi, og þegar lægð er staðsett milli Íslands og Grænlands með hæð sem teygir sig upp yfir Skandinavíu. Atburðir þar sem mikið regn mælist en lítill munur er milli mæla eru færri en atburðir með miklu regni og miklum mun.
vedurthing_2021
Tvær gerðir veðurs sem valda úrkomuatburðum þar sem mikill munur mælist í úrkomumælum í Seyðisfirði.


Philipp Weitzel og Haraldur Ólafsson
Extreme winds in the Greenland-Iceland region in a new high-resolution dataset

Vindur hefur verið hermdur yfir Grænlandi í neti með 2,5 km víðum möskvum. Í ljós koma allar helstu vindrastir sem heimsmynd veðurfræðinnar hefur að geyma. Því til viðbótar má greina ýmislegt. Þar ber hæst mikil og tíð óveður í vestlægum áttum yfir NA-Grænlandi.


Lilja Steinunn Jónsdóttir & Haraldur Ólafsson
Hitahvörf

Hitahvörf hafa verið greind í háloftamælingum yfir Keflavík. Algengast er að þau sé að finna í veðrahvörfum, við jörð og í 1-2 km hæð. Þau síðastnefndu eru einkar áhugaverð, vegna margvíslegra áhrifa þeirra. Í ljós kemur að þau eru algengust á sumrin, en sjaldgæf yfir háveturinn. Á sumrin eru þau að jafnaði nær jörðu en á vorin og haustin. Tilurð hithvarfanna í neðri hluta veðrahvolfsins er hulin nokkurri dulúð, en þó má í sumum tilvikum greina ólíkan uppruna loftmassa ofan og neðan hitahvarfanna og eins má í nokkrum tilvikum leiða líkur að því að viðamikið niðurstreymi geti hjálpað til við að mynda sum hitahvörf.

Nokkur ósamfella er í tíma í háloftagögnunum, m.a. árið 1998, 2002 og 2006. Það er afar óþægilegt og verður að laga.