Fræðaþing 2023 – 2025

Öskudags 22. febrúar 2023


Einar Sveinbjörnsson
Nær Esjuskjólið í NA-átt alveg suðvestur á Fagradalsfjall?

16. til 20. desember gerði veður suðvestanlands sem olli því að Reykjanesbrautin lokaðist í um 30 klst. Fyrst snjóaði talsvert, síðan rofaði til með frosti. Meira en sólarhring eftir að snjóaði, hvessi af NA og létt mjöllin fór af stað. Reykjanesbrautin tepptist mjög fljótt og aðreinar hennar einnig. Gerð verður grein fyrir veðrinu og þeirri spurningu hvers vegna flestar ef ekki allar vindaspár ýktu Esjuskjólið í NA-áttinni, með þeirri afleiðingu að fínkvarðaspár misstu af skafrenningnum löngu eftir að ófært var orðið.
EcCBVS


Halldór Björnsson og Guðrún Elín Jóhannsdóttir
100 ára sjávarflóð við Íslandsstrendur

Ein af lykilstærðum þegar flóðahætta er metin er það flóð sem hefur 1% árslíkur. Slík flóð eru best metin með löngum mæliröðum, en hér á landi er einungis ein mælistöð (Reykjavík) sem hefur nægilega langa röð og af nægilegum gæðum til þess að hægt sé að nota hana við slíkt mat. Fyrir strandsvæði landsins í heild þarf að nota líkanreikninga og á Veðurstofunni var ICRA endurgreiningin notuð til þess að keyra strandsvæðalíkan (Delft3D-FM) til að búa til tímaraðir í stað mæliraða. Erindið fjallar um þessar keyrslur, úrvinnslu þeirra og sýnir dæmi um niðurstöður.


Esther Hlíðar Jensen
Jarðvegshiti og -raki við skriðuvöktun

Útdrátt vantarHalldór Björnsson
Sviðsmyndir um loftslagsbreytingar

Á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar hefur verið unnið úr sviðsmyndareikningum frá CMIP6 verkefninu, en í því reiknuðu nokkrir tugir loftslagslíkana úr sviðsmyndum um losun gróðurhúsalofttegunda. Erindið fer yfir þessa vinnu, álitaefni sem taka þurfti tilllit til við úrvinnslu og sýnir dæmi um niðurstöður. Einnig verða algengar spurningar um hafísár og kólnun á Norður-Atlantshafi ræddar, en dæmi um slíkar niðurstöður má finna í reikniniðurstöðum margra líkanan. Eftir sem áður hlýnar á Íslandi í flestum framreikningum, – jafnvel þó að það kólni í hafi sunnan við landið.


Trausti Jónsson
Tvær frásagnir af veðri í „Fornaldarsögum Norðurlanda“

Ekki er mikið af beinum veðurlýsingum í fornaldarsögum Norðurlanda, en koma þó fyrir. Eftir stuttan, loðinn inngang verður rætt um tvær veðurlýsingar. Sú fyrri er í Örvar-Odds sögu. Þar segir frá atburði í Bjarmalandsför. Hin síðari er í Þorsteins sögu Víkingssonar þar sem lýst er sérstæðri tegund gjörningveðurs. Gefur það tilefni til vangaveltna um ísmyndun á sjó og vötnum.