Fræðaþing 2023–2025

Haustþing 29. október 2024


Þórður Arason
Blikandi norðljósatraf í Biblíunni

Ein bók Biblíunnar er kennd við Esekíel spámann, og þar lýsir hann óvenjulegum ljósagangi á himni. Ísraelsmenn höfðu þá tapað stríði, verið hnepptir í þrældóm og herleiddir til Babýlon. Þeir voru því í mikill þörf fyrir skýr skilaboð frá Drottni. Fram koma hjá Esekíel upplýsingar um stað og stund, sem tengja má við 32°N, 45°A um árið 593 f.Kr. Esekíel lýsir hvernig himnarnir opnuðust í norðri með ljósadýrð á hreyfingu. Hann sá ljósmerkin sem skilaboð frá Drottni og bók hans fjallar um túlkun hans á þeim. Á síðari tímum hafa margir bent á að hann hafi e.t.v. orðið vitni að sjaldséðum suðlægum norðurljósum.

En er möguleiki á að sjá norðurljós svo sunnarlega á jörðinni? Sumir hafa talið það hugsanlegt í kjölfar óvenjumikilla og sjaldgæfra hamfara á sólinni, sambærilegum við svokallaðan Carrington atburð sem skall á jörðinni í byrjun september 1859. Þá sáust glæsileg suðurljós m.a. í Ástralíu á 38°S. Oft eru norðurljós rauðleit þegar þau sjást á mjög lágum breiddargráðum, því þá sést einungis í efsta hluta þeirra vegna sveigju yfirborðs jarðar.

Að kvöldi 10. maí 2024 skall óvenjuöflug sólskvetta á jörðinni og sáust norðurljós á mjög suðlægum breiddargráðum. Í meira en sólarhring stóð segulfárviðri upp við hámark virknikvarðans Kp = 8-9. Rauð norðurljós sáust t.d. á Big Pine Key í Flórída á 25°N. Þá sáust suðurljós með berum augum þrátt fyrir öll götuljósin hjá heimildarmanni okkar í Wellington á Nýja Sjálandi á 41°S.
Esekiel-og-nordurljos


Karolina Stanislawska
Large Machine Learning Models

Since its inception, weather forecasting has relied on physics-based models, now well-established under the domain of Numerical Weather Prediction (NWP). Recent advancements in machine learning have introduced a new paradigm: data-driven weather models. This talk will provide an introduction to data-driven models, explore the key differences between them and traditional NWP approaches, and highlight the opportunities this new paradigm brings to the field of weather prediction.


Haraldur Ólafsson, Iman Rousta, Felix Vaccaro, Rémi Tain og Timothy Darjo
Breytileiki í veðurfari undanfarinna 2 áratuga

Skoðuð verða og kynnt nokkur atriði í breytileika veðurfars á Íslandi undanfarna 3 áratugi, eins og þau birtast í mælingum og niðurkvörðun CARRA. Meðal forvitnilegra þátta eru taktleysi febrúar- og desembermánaða og skortur á alvöru leitni í úrkomu og vindi.


Tarek A. M. Zaqout
Quantile mapping bias adjustment of the NEX-GDDP-CMIP6 climate data for Iceland

In recent years, advances in statistical downscaling and bias correction methods have been made to overcome inaccuracies in global climate models (GCMs) and provide climate information at high spatial resolution for climate change impact studies. This work investigates several quantile mapping (QM) bias correction methods for daily temperature (mean, minimum, and maximum) and precipitation outputs from the NASA Earth Exchange Global Daily Downscaled Projections (NEX-GDDP-CMIP6) for a total of 14 models available at 25- km resolution for Iceland. The climate data consist of a historical period (1950–2014) and three
Shared Socioeconomic Pathways (SSPs), i.e., SSP2-4.5, SSP3-7.0, and SSP5-8.5 for the future period (2015–2100). The Copernicus Arctic Regional Reanalysis (CARRA) dataset available at a high resolution of 2.5-km for the period of 1990–2022 was chosen as a reference to carry out the bias adjustment. Both datasets were re-gridded to a common 5-km resolution prior to the bias adjustment. For air temperature, four variations of empirical quantile mapping (EQM) were evaluated; a constant adjustment factors applied to the historical and future scenarios, a monthly-varying adjustment factors applied for each month, a 31-day moving window adjusting each day of the year, and a 31-day moving window with detrending. For precipitation, a 31-day moving window EQM with frequency adaptation and constant extrapolation for the extremes, and a quantile delta mapping (QDM) were evaluated. The results showed that empirical quantile mapping with a 31-day moving window aligns the climate models better with the CARRA reference data for both temperature and precipitation. The temperature and precipitation were also compared with observations from 49 automatic stations around Iceland before and after adjustment. At most locations, a substantial improvement was seen for both the adjusted temperature and precipitation, while at certain locations slight or no improvement was observed.
Keywords: climate change, Iceland, NEX-GDDP-CMIP6, CARRA, precipitation, temperature


Haraldur Ólafsson og Ólafur Rögnvaldsson
Röng og rétt úrkomuspá

16. apríl 2024 var aftakaúrkoma í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það þykir tiðindum sæta, m.a. vegna þess að almennt er úrkomulítið á þeim slóðum. Langtímaspár fyrir úrkomuna voru afleitar. Úrkomuspárnar voru skoðaðar með spákerfi Belgings og reynt að greina hvað fór úrskeiðis. Áberandi er hversu lítill munur er á hita- og vindasviðum í vondu og góðu spánum, en svo virðist vera að lítilsháttar frávik í dulvarmalosun 1-2 dögum fyrir úrfellið valdi miklum breytileika í spánum fyrir aftakaúrkomuna


Martina Stefani
Skriðuvakt sumarið 2024

Sumarið 2024 var óvenju blautt sumar (að minnsta kosti í minningu skriðuvaktar, þó án nákvæmra tölfræðilegra gagna), og oftar en einu sinni þurfti að gefa út skriðuviðvörun á landinu. Erindið fjallar um aðdraganda mikillar úrkomu á Norðurlandi í ágúst 2024, einkum á Tröllaskaga. Í kjölfar atburðarins var endurkomutími úrkomu skoðaður og veðurspár og mælingar bornar saman, með það að markmiði að fá betri innsýn í nýtt veðurlíkan, sérstaklega hvað varðar úrkomumynstur.


Mikołaj Okrzesa og Ólafur Rögnvaldsson
Verif – Comparison of atmospheric simulations to observations

In this presentation we introduce the key components of comparison of simulations and observations using the VERIF software suite. The focus is on identifying key areas where the application of this tool can enhance the evaluation of the quality of atmospheric simulations, be it re-analysis or forecasts, enabling systematic comparisons across multiple atmospheric models. By leveraging VERIF’s capabilities, the goal is to highlight opportunities for improving model accuracy and reliability in operational meteorology.


Hörður Helgi Bragason
Hefur rennsli íslenskra vatnsfalla breyst á síðustu áratugum?

Anthropogenic climate change is profoundly altering the hydrological cycle in high-latitude regions. Iceland, with its abundant hydrological and glaciological data, provides a unique opportunity to study the effects of climate change on streamflow in snow- and glacier melt dominated catchments. In Iceland, the average temperature has risen significantly in recent decades, outpacing the global warming trend. Despite this warming, increased precipitation has led to more extensive snow cover and depth in some regions. Glaciers have experienced a loss in area and mass, soil temperatures have risen, and vegetation has increased. However, the impacts of these environmental shifts on streamflow remain largely unexplored. Our study utilizes the newly released LamaH-Ice dataset, encompassing streamflow observations from mainly undisturbed watersheds, atmospheric forcings from climate reanalyses and catchment characteristics, to investigate Iceland’s streamflow dynamics changes over recent decades. We analyze annual, seasonal, and monthly streamflow volumes, spring freshet timing, and extreme flow conditions, correlating these changes with environmental conditions and catchment attributes.


Einar Sveinbjörnsson
Stórisunnan 5. september sl.

5. september gerði ákaft sunnanveður á landinu. Þrátt fyrir viðvaranir varð veðrið vera almennt verra en menn bjuggust við. Skemmdir urðu á hringveginum á Mývatnsöræfum og honum var lokað um tíma. Þá slitnuðu skútur upp í Ísafjarðarhöfn. Mikið sandfok fylgdi. Veðrið og aðdragandi þess verður rakinn og velt vöngum hvers vegna hvassara varð en spár um þrýstifar gáfu tilefni til. Eins hver þáttur bylgjuhreyfinga var í vindinum. Hvað má læra af þessu óveðri og hvernig má bæta spár og viðvaranir, næst þegar gerir “Stórasunnan”?
5sept2024_kynning

Öskudagsþing 12. febrúar 2024


Einar Sveinbjörnsson og Sveinn Gauti Einarsson
Gervigreind í hitaspám – einkum þegar spáð er miklu frosti

Hvernig gagnast gervigreindin í hitaspám? Sýnd eru dæmi um líkan sem byggir á 10 ára mælingum veðurstöðva og ERA 5 endurgreiningunni á sama tíma (2014-2023) . Hagnýttar eru 20 safnspár úr bandaríska GEFS líkaninu sem gefa trúverðuga niðurstöðu þar sem dregur markvert úr meðaskekkju í hita- og einnig vindaspá. Einkum er áhugavert hve vel tekst að draga úr skekkjunni í 5 til 7 daga spá, þegar hefðbundnar reiknaðar spár gera oftast ráð fyrir of snörpu kuldakasti að vetri. Hagnýtingin felst m.a. í bættri stýringu vatnsnotkunar hjá hitaveitum.


Negar Ekrami og Haraldur Ólafsson
Fylgni meðalhita aðliggjandi mánaða á norðurslóðum um sumar og haust

Fylgni meðalhita aðliggjandi mánaða á norðurslóðum er könnuð fyrir sumar og haust. Í ljós kemur allmikill breytileiki. Gögnin bera vitni um áhrif breytileika í hlutfalli Bowens á meðalhitann, en þau áhrif virðast skila sér í breytileika í vindakerfum með tilheyrandi breytileika í lofthita.


Páll Ágúst Þórarinsson, Linnea Huusko, Joakim Pyykkö & Gunilla Svensson
Resolution dependence of the turbulent atmospheric boundary layer in global storm-resolving climate simulations

Nýjasta kynslóð loftslagslíkana nálgast nú upplausn á kílómetra skalanum. Eitt af stærstu markmiðunum með slíkum líkönum er að geta leyst upp hálfkvarða lóðstreymisstorma og þá sérstaklega í hitabeltinu fyrir betra geislunarjafnvægi í lofthjúpnum. Áhrif þessara breytinga á upplausn á lýsingu jaðarlagsins er þó enn óþekkt og hefur ekki verið könnuð. Með tölfræðilegri greiningu á gögnum frá völdum stöðum á hnettinum, tekin úr keyrslum á IFS líkani ECMWF sem partur af nextGEMS verkefninu, skoðum við hvernig breytingar í láréttri upplausn líkansins hefur áhrif á nokkur ferli í jaðarlaginu. Við sjáum að breytingin frá 9 km upplausn niður í 2,5 km hefur engin veruleg áhrif á þessa jaðarlagsstika og ferli yfir mest allan hnöttinn. Nokkrar litlar breytingar eru sjáanlegar á dýpt og byggingu jaðarlagsins í hitabeltinu en það reynist flókið að greiða í sundur hvort það sé vegna breytinga á stikun á lóðstreymi eða breytingar á upplausn í líkaninu. Jafnframt sjást litlar sem engar breytingar á afleiddum jaðarlagsstikum sem gefa til kynna áhrif sem jaðarlagið hefur á hringrás lofts í lofthjúpnum. Dýpri rannsókn á orsökum þeirra litlu breytinga og áhrifa sem sjást reyndist efrið vegna mikils skorts á viðeigandi gögnum í tíma og rúmi og gríðarlegrar stærðar gagnanna.


Kristín Hermannsdóttir
Sjónvarpsveður í 57 ár

Veðurfréttir í sjónvarpi hafa verið á dagskrá RÚV frá 6. febrúar 1967 og ávallt verið fluttar af veðurfræðingum. Í myndasafni RÚV eru til ýmis brot af veðurfréttum, kortum og umfjöllun um veður. Verður stiklað á stóru í því efni sem er til á tölvutæku formi og farið yfir söguna.


Flutningur á mælireit Veðurstofunnar í Reykjavík: Samanburður mælinga
Kristín Björg Ólafsdóttir og Þórður Arason

Veðurmælingar hafa verið framkvæmdar í mælireit Veðurstofunnar við Bústaðaveg í Reykjavík í yfir hálfa öld. Vegna veðurfarsbreytinga og hlýnunar jarðar er mikilvægt að hrófla ekki við slíkum grunnmælireitum. Hins vegar þóttu þessi rök léttvæg í samanburði við þörf á þéttingu
byggðar og því undirrituðu fjármálaráðherra og borgarstjóri samkomulag, 2. júní 2017, sem fól í sér flutning mælireitsins. Áður en athuganir voru formlega fluttar í nýja reitinn, 1. október 2023, voru gerðar samanburðarmælingar milli mælireitanna. Samanburður stóð í tvö heil ár frá 1. júní 2021 til 31. maí 2023. Unnið er að úrvinnslu helstu veðurþátta og stefnt að útgáfu ítarlegrar skýrslu um hana. Í erindinu verða kynntar nokkrar niðurstöður samanburðarins. Lofthiti er svipaður milli mælireita, sérstaklega eftir að kvörðunarvilla var lagfærð. Vindhraði er nokkru hærri í nýja reitnum. Þetta kemur fram í meðalvindhraða, hámarksvindhraða og vindhviðum. Vindátt er sambærileg, en sjá má að hindranir í nærumhverfi hafa áhrif, m.a. má sjá truflanir frá Veðurstofuhúsi. Úrkoma er svipuð milli mælireita, munur milli reita er minni en munur milli mismunandi mæliaðferða innan sama reits. Snjódýpt er ögn minni í nýja reitnum, en hugsanlega fýkur snjórinn burt.


Haustþing 17. október 2023


Einar Sveinbjörnsson
Mælaborð úrkomuvöktunar í Almenningum

Í tengslum við öflugri mælingar sem nú eru gerðar á jarðhreyfingum á Siglufjarðarvegi hefur verið útbúið mælaborð úrkomu fyrir utanverðan Tröllaskaga. Í ljós hefur komið að jarðskriðs verður vart gjarnan samfara miklum rigningum. Mælaborðinu verður lýst og hvernig háupplausnar veðurspár koma að gagni. Fjallað um valin þröskuldsgildi og aðferð sem nýst gæti e.t.v. víðar við vöktun og “flöggun” á skriðuhættu. Mælaborð Almenninga bætir upplýsingagjöf til vegfarenda og ekki síður viðbragð og forvarnir starfsmanna Vegagerðarinnar.


Elísabet Þórdís Hauksdóttir
Notagildi trjástafs til að meta gróðureldahættu

Erindið er um fyrstu skoðun gagna úr trjástöfum. Trjástafir eru mælar sem eiga að líkja eftir gróðri og mæla raka og hita út frá því. Þessir mælar eru staðsettir í Húsafelli, Skorradal og á Þingvöllum og eru bunir að vera í gangi síðan desember 2013. Gögnin voru skoðuð fyrst í sumar og langar mig að kynna niðurstöðurnar úr þeirri vinnslu.


Katrín Agla Tómasdóttir
Öfgar í veðurfari í loftslagslíkönum

Útdrátt vantar


Rakel Óttarsdóttir
Nýting Copernicus gagna til að breyta jaðarskilyrðum sjávarfallslíkans

Erindið er um athugun á hvort breyting á jaðarskilyrðum á sjávarfallslíkaninu DELFT3D-FM með gögnum frá Copernicus bæti líkanið. Við breytingu jaðarskilyrðanna verður þetta nýtt líkan fyrir sjávarföll við Ísland og er þetta þá ný notkun á gögnunum frá Copernicus.


Gisli Helgason
Niðurkvörðun á vindi með djúpnámi (e. Downscaling Wind Fields using Deep Learning)

Útdráttur væntanlegur


Negar Ekrami og Haraldur Ólafsson
Fylgni meðalhita aðliggjandi mánaða á norðurslóðum um vetur og vor

Fylgni meðalhita aðliggjandi mánaða á norðurslóðum er könnuð fyrir vetrar- og vormánuði. Í ljós kemur mikill breytileiki. Fylgnistuðlar eru neikvæðir á köflum, en fara sums staðar upp fyrir 0,7 þar sem hæst er. Þrennt virðist hafa áhrif á fylgnina. Í fyrsta lagi útbreiðsla hafíss, en fylgni er há í grennd við hafísjaðarinn. Í öðru lagi snjóþekja og í þriðja lagi vindar sem tengjast breytileika í hafís og snjóþekju. Dæmi um hið síðastnefnda eru áhrif snjóþekju á hafgolu á Íslandi og svo virðist sem hafís við strendur Kanödu hafi merkjanleg áhrif á meðalvinda sem hafa áhrif á ferðalag kuldans sem tengist ísnum.

Öskudags 22. febrúar 2023


Einar Sveinbjörnsson
Nær Esjuskjólið í NA-átt alveg suðvestur á Fagradalsfjall?

16. til 20. desember gerði veður suðvestanlands sem olli því að Reykjanesbrautin lokaðist í um 30 klst. Fyrst snjóaði talsvert, síðan rofaði til með frosti. Meira en sólarhring eftir að snjóaði, hvessi af NA og létt mjöllin fór af stað. Reykjanesbrautin tepptist mjög fljótt og aðreinar hennar einnig. Gerð verður grein fyrir veðrinu og þeirri spurningu hvers vegna flestar ef ekki allar vindaspár ýktu Esjuskjólið í NA-áttinni, með þeirri afleiðingu að fínkvarðaspár misstu af skafrenningnum löngu eftir að ófært var orðið.
EcCBVS


Halldór Björnsson og Guðrún Elín Jóhannsdóttir
100 ára sjávarflóð við Íslandsstrendur

Ein af lykilstærðum þegar flóðahætta er metin er það flóð sem hefur 1% árslíkur. Slík flóð eru best metin með löngum mæliröðum, en hér á landi er einungis ein mælistöð (Reykjavík) sem hefur nægilega langa röð og af nægilegum gæðum til þess að hægt sé að nota hana við slíkt mat. Fyrir strandsvæði landsins í heild þarf að nota líkanreikninga og á Veðurstofunni var ICRA endurgreiningin notuð til þess að keyra strandsvæðalíkan (Delft3D-FM) til að búa til tímaraðir í stað mæliraða. Erindið fjallar um þessar keyrslur, úrvinnslu þeirra og sýnir dæmi um niðurstöður.


Esther Hlíðar Jensen
Jarðvegshiti og -raki við skriðuvöktun

Útdrátt vantar



Halldór Björnsson
Sviðsmyndir um loftslagsbreytingar

Á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar hefur verið unnið úr sviðsmyndareikningum frá CMIP6 verkefninu, en í því reiknuðu nokkrir tugir loftslagslíkana úr sviðsmyndum um losun gróðurhúsalofttegunda. Erindið fer yfir þessa vinnu, álitaefni sem taka þurfti tilllit til við úrvinnslu og sýnir dæmi um niðurstöður. Einnig verða algengar spurningar um hafísár og kólnun á Norður-Atlantshafi ræddar, en dæmi um slíkar niðurstöður má finna í reikniniðurstöðum margra líkanan. Eftir sem áður hlýnar á Íslandi í flestum framreikningum, – jafnvel þó að það kólni í hafi sunnan við landið.


Trausti Jónsson
Tvær frásagnir af veðri í „Fornaldarsögum Norðurlanda“

Ekki er mikið af beinum veðurlýsingum í fornaldarsögum Norðurlanda, en koma þó fyrir. Eftir stuttan, loðinn inngang verður rætt um tvær veðurlýsingar. Sú fyrri er í Örvar-Odds sögu. Þar segir frá atburði í Bjarmalandsför. Hin síðari er í Þorsteins sögu Víkingssonar þar sem lýst er sérstæðri tegund gjörningveðurs. Gefur það tilefni til vangaveltna um ísmyndun á sjó og vötnum.