Vefsíða norræna veðurfræðingaþingsins í Kaupmannahöfn

Danska veðurfræðifélagið hefur nú gert aðgengilega vefsíðu norræna veðurfræðingaþingsins sem haldið verður í Kaupmannahöfn í byrjun júní:

http://www.dams.dk/en/?Nordic_Meteorologists’_Meeting_2012.


Endurkjörin stjórn Veðurfræðifélagsins og ýmsar tilkynningar

Stjórn

Á aðalfundi 14. febrúar var stjórn Veðurfræðifélagsins endurkjörin. Hana skipa nú sem áður:

  • Guðrún Nína Petersen, formaður
  • Sibylle von Löwis, gjaldkeri
  • Hálfdán Ágústsson, ritari

Ráðstefnurstyrkir

Á aðalfundi félagsins var ákveðið að Veðurfræðifélagið muni áfram bjóða uppá nokkra styrki fyrir þinggjöldum eða hluta þinggjalda fyrir meðlimi félagsins sem vilja sækja fræðaþing og ráðstefnur en fá ekki til þess sérstakan styrk frá vinnuveitanda. Allar nánari upplýsingar er að finna í fyrri tilkynningu um styrkina. Mælst er til þess að áhugasamir sækji einnig um aðra mögulega styrki, t.d. YSTA styrki EMS fyrir stúdenta.

Þorraþing

Sama dag og aðalfundur var haldinn hélt félagið vel sótt Þorraþing.  Flest erinda Þorraþingsins verða bráðlega aðgengileg á vefsíðu félagsins.

Ráðstefnur

Okkur hafa borist tvær tilkynningar um erlendar ráðstefnur:

  • 28. norræna veðurfræðingaþingið verður haldið 4.-8. júní í Kaupmannahöfn. Frestur til skráningar og senda inn útdrætti er 1. maí en nánari upplýsingar er að finna hér.
  • Árleg ráðstefna Evrópska veðurfræðifélagsins verður haldin í 10.-14. september í Lódz í Póllandi. Frestur til að senda ósk um erindi er til 26. apríl, sjá hér og hér.

Ljósmyndakeppni Evrópska veðurfræðifélagsins

Að lokum bendum við á að skoða má stórkostlegar ljósmyndir úr keppni Evrópska veðurfræðifélagsins hér.


Dagskrá þorraþings

Veðurfræðifélagið heldur þorraþing sitt næstkomandi þriðjudag 14. febrúar 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu eru erindi 8 talsins og taka á afar ólíkum þáttum í veður og veðurfræði, auk fyrirlesturs um fjarkönnun á jöklum. Stutt ágrip erindanna má finna hér.

Dagskrá þingsins:
—————
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Guðrún Magnúsdóttir: Decadal variability of the NAO
* 13:20 – Guðrún Nína Petersen: Samspil hafs og lofthjúps – dæmisaga frá 10. janúar 2012
* 13:35 – Kristján Jónasson: Mat á hámarksvindi með stuttum gagnaröðum
* 13:50 – Snæbjörn Helgi Emilsson: Tölfræðileg greining á daglegum meðalhita

Kaffihlé

* 14:20 – Halldór Björnsson: Mat á hraða uppstreymis í gosmekki Eyjafjallajökulsgossins. Samanburður við fræðileg líkön.
* 14:45 – Árni Sigurðsson: Gosin í Eyjafjallajökli og í Grimsvötnum og efnasambönd í lofti og úrkomu
* 15:00 – Tómas Jóhannesson: Jökulhlaup í Múlakvísl 9. júlí 2011: Sigkatlar í Mýrdalsjökli mældir með leysimælingu úr flugvél
* 15:15 – Tilkynnt síðar

Að loknu þorraþingi og stuttu hléi heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn.

Veðurstöðin að Írafossi. Ljósmynd: Árni Sigurðsson.

Veðurstöðin að Írafossi. Ljósmynd: Árni Sigurðsson.

Meginketillinn sem hljóp úr 9. júlí 2011 (ketill nr. 16) séður frá suðri þann 11. júlí. Vel sést brattur samfallsstrokkur í norðanverðum katlinum sem vatn stóð uppi í daginn sem myndin var tekin. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.

Meginketillinn sem hljóp úr 9. júlí 2011 (ketill nr. 16) séður frá suðri þann 11. júlí. Vel sést brattur samfallsstrokkur í norðanverðum katlinum sem vatn stóð uppi í daginn sem myndin var tekin. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.


Erindi á þorraþing

Enn er hægt að koma að örfáum erindum á þorraþingið og hér með er því auglýst eftir óskum um erindi. Öll erindi sem tengjast veðri og veðurfari eru velkomin, en erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Við tökum jafnframt gjarnan við einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá þingsins.


Þorraþing og aðalfundur

Veðurfræðifélagið auglýsir þorraþing sitt sem haldið verður þriðjudaginn 14. febrúar 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þorraþinginu er tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Jafnframt væri skemmtilegt að fá eina áhugaverða mynd úr hverju erindi fyrir auglýsingu og dagskrá þingsins.

Í framhaldi af þinginu heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn kl. 16:15 á sama stað.


Tólfta norræna veðurfræðingaþingið

Nýlega barst Veðurfræðifélaginu tilkynning þess efnis að tólfta norræna veðurfræðingaþingið verður haldið í Kaupmannahöfn 4.-8. júní 2012. Formleg auglýsing hefur enn ekki verið birt en meðal efnistaka á þinginu verða: veðurfræði á norðurhjara, haffræði og veðurfar, loftgæði, áhrif sólar á veðurfar, eldgos og veður, miðlun veðurupplýsinga og hlutverk spáveðurfræðingsins í nánustu framtíð.


Dagskrá haustþings

Haustþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi þriðjudag 18. október 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.

Að þessu sinni lúta flest erindin að veðri og orku en hluti þeirra snýr að greiningu á veðurfari.

Dagskrá þingsins:
——————–
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Halldór Björnsson: ICEWIND – samnorrænt verkefni um vindorku á köldum svæðum.
* 13:23 – Nikolas Nawri: Spatial Variability of Surface Wind over Iceland based on Station Records, ECMWF Operational Analyses, and WRF Simulations.
* 13:41 – Einar Sveinbjörnsson: Mælingar á hafgolu í uppsveitum Suðurlands með vindmastri Landsvirkjunar.
* 13:59 – Hreinn Hjartarson: Samanburður ólíkra vindmæla í vindmastri Landsvirkjunar við Búrfell.

* 14:17 – Kaffihlé.

* 14:40 – Haraldur Ólafsson: Vindurinn og vindorkan í tíma og rúmi.
* 14:58 – Hálfdán Ágústsson: Hermun ísingar á loftlínur.
* 15:16 – Trausti Jónsson: Snjóhula og meðalhiti – Óformleg umfjöllun sem á við landið allt.
* 15:34 – Birgir Hrafnkelsson: Hámarks- og lágmarkshitar á Íslandi.
* 15:52 – Umræður.
* 16:00 – Þingi slitið.

Stutt ágrip hluta erindanna má finna hér.

Skýjaísing á stagvír á Hallormsstaðahálsi.

Skýjaísing á stagvír á Hallormsstaðahálsi.


Minnt á haustþing 18. október

Veðurfræðifélagið minnir á haustþing sitt sem haldið verður þriðjudaginn 18. október 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Enn er hægt að koma að erindum og hér með er því auglýst eftir frekari óskum um erindi á haustþingið. Að þessu sinni er sérstaklega óskað eftir erindum sem falla að efninu: „veður og orka“, en sem fyrr eru þó öll erindi sem tengjast veðri og veðurfari einnig velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Við tökum jafnframt gjarnan við einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá þingsins.


Haustþing 18. október

Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt þriðjudaginn 18. október 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á haustþingið. Að þessu sinni er sérstaklega óskað eftir erindum sem falla að efninu: „veður og orka“, en sem fyrr eru þó öll erindi sem tengjast veðri og veðurfari einnig velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Við tökum jafnframt gjarnan við einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá þingsins.


Dagskrá sumarþings

Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi mánudag 6. júní 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.

Að þessu sinni fjallar fyrri hluti erindanna um greiningar á veðurfari og aðferð til að auðvelda gerð reikninga á staðbundnu veðri. Seinni hluti erindanna snýr að eldgosunum í Grímsvötnum 2011 og Eyjafjallajökli 2010.

Dagskrá þingsins:
——————–
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Trausti Jónsson: Árið 2010: Hvar er það í myndinni?
* 13:20 – Guðrún Nína Petersen: Vindar á Grænlandssundi
* 13:35 – Ólafur Rögnvaldsson: WRFLES
* 13:50 – Trausti Jónsson: Þurrkarnir 2009 til 2010 í Reykjavík.
* 14:05 – Halldór Björnsson og Sindri Magnússon: Dýrasti vindsniðsmælir sögunnar – Vindsnið reiknuð með mekki Eyjafjallajökulgossins

* 14:20 – Kaffihlé

* 14:45 – Halldór Björnsson – Grímsvötn 2011: Frá veðurfræðilegu sjónarhorni
* 15:00 – Elín Björk Jónasdóttir – Grímsvatnagosið 2011: Á vaktinni
* 15:15 – Þórður Arason – Eldingar í Grímsvatnagosi 2011
* 15:30 – Sibylle von Löwis – Grímsvötn 2011: Öskumælingar
* 15:45 – Umræður
* 16:00 – Þingi slitið

Stutt ágrip hluta erindanna má finna hér.

Siglt á Grænlandssundi, mynd: Ben Harden.

Siglt á Grænlandssundi, mynd: Ben Harden.