Sumarþing – Óskir um erindi
6. júní 2013, 09:55Nú eru síðustu forvöð að senda inn erindi á sumarþing Veðurfræðifélagsins sem haldið verður að viku liðinni, kl. 14 fimmtudaginn 13. júní.
Erindin eru að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Sumarþing Veðurfræðifélagsins
17. maí 2013, 13:14Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið fimmtudaginn 13. júní 2013. Þingið verður sett kl. 14 í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Erindin eru að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Endurkjörin stjórn, styrkir og EMS-þing
21. febrúar 2013, 13:31Stjórn
Á nýliðnum aðalfundi 12. febrúar var stjórn Veðurfræðifélagsins endurkjörin. Hana skipa nú sem áður:
- Guðrún Nína Petersen, formaður
- Sibylle von Löwis, gjaldkeri
- Hálfdán Ágústsson, ritari
Ráðstefnurstyrkir
Líkt og áður mun Veðurfræðifélagið áfram bjóða uppá nokkra styrki fyrir þinggjöldum eða hluta þinggjalda fyrir meðlimi félagsins sem vilja sækja fræðaþing og ráðstefnur en fá ekki til þess sérstakan styrk frá vinnuveitanda. Allar nánari upplýsingar er að finna í fyrri tilkynningu um styrkina. Mælst er til þess að áhugasamir sækji einnig um aðra mögulega styrki, t.d. YSTA styrki EMS fyrir stúdenta.
Ráðstefnur
Árleg ráðstefna Evrópska veðurfræðifélagsins verður haldin í 9.-13. september í Reading í Englandi. Frestur til að senda ósk um erindi er til 25. apríl, sjá hér.
Dagskrá þorraþings
8. febrúar 2013, 12:25Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður haldið á sprengidag, 12. febrúar, að Bústaðavegi 7. Þingið hefst kl. 13:30 sem er 30 mínútum síðar en áður var auglýst. Í framhaldi af þinginu heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn.
* 13:30 – Inngangur
* 13:35 – Páll Bergþórsson: Hitasveiflur vegna hafíss
* 14:00 – Ingibjörg Jónsdóttir: Hafísvöktun – er líf eftir ENVISAT?
* 14:15 – Einar Sveinbjörnsson: Norðanáhlaupið 10. til 11 september og líkindi við snjóflóðaveðrið á Vestfjörðum 25. október 1995
* 14:30 – Trausti Jónsson: Áttvísi ofviðra
* 14:45 – Hróbjartur Þorsteinsson: Snjóhulugreining með MODIS
Stutt kaffihlé og aðalfundur
Stuttir útdrættir nokkurra erinda eru hér.
Þorraþing og aðalfundur
4. janúar 2013, 11:37Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður haldið á sprengidag, 12. febrúar 2013. Þingið hefst kl. 13 og í framhaldi af því heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn. Upplýsingar um staðsetningu berast er nær dregur.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þorraþinginu. Að þessu sinni er óskað sérstaklega eftir erindum sem falla undir flokkinn “Aftök í veðri” en sem fyrr eru öll erindi tengd veðri og/eða veðurfari velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“, en jafnframt er óskað eftir áhugaverðri mynd úr hverju erindi fyrir auglýsingu þingsins og vef félagsins.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Málþing Vísindafélagsins – Hnattrænar loftslagsbreytingar
8. nóvember 2012, 09:57Vísindafélag Íslendinga heldur málþing um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna. Málþingið fer fram 16. nóv. í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík. Sjá nánar á vef félagsins http://www.visindafelag.is/ og auglýsinguna hér að neðan.
Harry Otten verðlaunin
30. október 2012, 23:28Evrópska Veðurfræðifélagið vill minna á svokölluð Harry Otten verðlaun sem veitt eru fyrir nýsköpun á sviði veðurfræði. Sjá hér: http://www.harry-otten-prize.org/.
Dagskrá haustþings 11. október
9. október 2012, 09:56Veðurfræðifélagið heldur haustþing næstkomandi fimmtudag 11. október 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Forgarði á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni eru erindin 6 talsins og stutt ágrip erindanna má finna hér.
Dagskrá þingsins:
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Þórður Arason og Hrafn Guðmundsson: Norðurljósaspár Veðurstofunnar.
* 13:25 – Elín Björk Jónasdóttir: Aukið endurkast hlýrra skýja yfir hafi – Keyrslur í veðurfarslíkani.
* 13:45 – Nikolai Nawri: The wind energy potential of Iceland.
* 14:05 – Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir og Þröstur Þorsteinsson: Sandfok á Íslandi 2002–2011; tíðni, upptakasvæði og veðuraðstæður.
Kaffihlé
* 14:50 – Elín Björk Jónasdóttir og Kristín Hermannsdóttir: Veðurspár og veðrið 9.-11. september 2012.
* 15:10 – Haraldur Ólafsson: Þrýstifrávik undir fjalli í ýmsum veðrum.
Haustþing Veðurfræðifélagsins
14. september 2012, 09:43Veðurfræðifélagið auglýsir haustþing sitt sem haldið verður fimmtudaginn 11. október 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Forgarði á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á haustþinginu er tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Jafnframt væri skemmtilegt að fá eina áhugaverða mynd úr hverju erindi fyrir auglýsingu vegna þingsins.
Veður og myndir frá Kverkfjöllum
15. júní 2012, 21:59Í byrjun mánaðar var sett upp vefmyndavél, auk veðurstöðvar norðan við skála Jöklarannsóknafélags Íslands í Kverkfjöllum. Upplýsingarnar uppfærast á 30 mín fresti og eru aðgengilegar hér. Myndavélin horfir yfir vesturhluta Hveradals þar sem jökulstíflað lón myndast vegna jarðhita en úr því hleypur reglulega. Veðurstöðin er einnig hentug til að gá til veðurs áður en haldið er til göngu um svæðið.
Hér er aðgengilegt myndband sem sýnir 10 daga á vefmyndavélinni í Kverkfjöllum á um 1 mínútu myndskeiði https://vimeo.com/44039559.
Verkefnið er m.a. styrkt af Vinum Vatnajökuls en ýmsir aðrir hafa jafnframt komið að því.