Dagskrá þorraþings
Veðurfræðifélagið heldur þorraþing sitt næstkomandi þriðjudag 14. febrúar 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu eru erindi 8 talsins og taka á afar ólíkum þáttum í veður og veðurfræði, auk fyrirlesturs um fjarkönnun á jöklum. Stutt ágrip erindanna má finna hér.
Dagskrá þingsins:
—————
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Guðrún Magnúsdóttir: Decadal variability of the NAO
* 13:20 – Guðrún Nína Petersen: Samspil hafs og lofthjúps – dæmisaga frá 10. janúar 2012
* 13:35 – Kristján Jónasson: Mat á hámarksvindi með stuttum gagnaröðum
* 13:50 – Snæbjörn Helgi Emilsson: Tölfræðileg greining á daglegum meðalhita
Kaffihlé
* 14:20 – Halldór Björnsson: Mat á hraða uppstreymis í gosmekki Eyjafjallajökulsgossins. Samanburður við fræðileg líkön.
* 14:45 – Árni Sigurðsson: Gosin í Eyjafjallajökli og í Grimsvötnum og efnasambönd í lofti og úrkomu
* 15:00 – Tómas Jóhannesson: Jökulhlaup í Múlakvísl 9. júlí 2011: Sigkatlar í Mýrdalsjökli mældir með leysimælingu úr flugvél
* 15:15 – Tilkynnt síðar
Að loknu þorraþingi og stuttu hléi heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn.

Meginketillinn sem hljóp úr 9. júlí 2011 (ketill nr. 16) séður frá suðri þann 11. júlí. Vel sést brattur samfallsstrokkur í norðanverðum katlinum sem vatn stóð uppi í daginn sem myndin var tekin. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.