Veður og myndir frá Kverkfjöllum

Í byrjun mánaðar var sett upp vefmyndavél, auk veðurstöðvar norðan við skála Jöklarannsóknafélags Íslands í Kverkfjöllum. Upplýsingarnar uppfærast á 30 mín fresti og eru aðgengilegar hér. Myndavélin horfir yfir vesturhluta Hveradals þar sem jökulstíflað lón myndast vegna jarðhita en úr því hleypur reglulega. Veðurstöðin er einnig hentug til að gá til veðurs áður en haldið er til göngu um svæðið.

Hér er aðgengilegt myndband sem sýnir 10 daga á vefmyndavélinni í Kverkfjöllum á um 1 mínútu myndskeiði https://vimeo.com/44039559.

Verkefnið er m.a. styrkt af Vinum Vatnajökuls en ýmsir aðrir hafa jafnframt komið að því.