Dagskrá haustþings
17. október 2011, 08:56Haustþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi þriðjudag 18. október 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Að þessu sinni lúta flest erindin að veðri og orku en hluti þeirra snýr að greiningu á veðurfari.
Dagskrá þingsins:
——————–
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Halldór Björnsson: ICEWIND – samnorrænt verkefni um vindorku á köldum svæðum.
* 13:23 – Nikolas Nawri: Spatial Variability of Surface Wind over Iceland based on Station Records, ECMWF Operational Analyses, and WRF Simulations.
* 13:41 – Einar Sveinbjörnsson: Mælingar á hafgolu í uppsveitum Suðurlands með vindmastri Landsvirkjunar.
* 13:59 – Hreinn Hjartarson: Samanburður ólíkra vindmæla í vindmastri Landsvirkjunar við Búrfell.
* 14:17 – Kaffihlé.
* 14:40 – Haraldur Ólafsson: Vindurinn og vindorkan í tíma og rúmi.
* 14:58 – Hálfdán Ágústsson: Hermun ísingar á loftlínur.
* 15:16 – Trausti Jónsson: Snjóhula og meðalhiti – Óformleg umfjöllun sem á við landið allt.
* 15:34 – Birgir Hrafnkelsson: Hámarks- og lágmarkshitar á Íslandi.
* 15:52 – Umræður.
* 16:00 – Þingi slitið.
Stutt ágrip hluta erindanna má finna hér.
Minnt á haustþing 18. október
3. október 2011, 16:51Veðurfræðifélagið minnir á haustþing sitt sem haldið verður þriðjudaginn 18. október 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Enn er hægt að koma að erindum og hér með er því auglýst eftir frekari óskum um erindi á haustþingið. Að þessu sinni er sérstaklega óskað eftir erindum sem falla að efninu: „veður og orka“, en sem fyrr eru þó öll erindi sem tengjast veðri og veðurfari einnig velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Við tökum jafnframt gjarnan við einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá þingsins.
Haustþing 18. október
7. september 2011, 11:41Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt þriðjudaginn 18. október 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á haustþingið. Að þessu sinni er sérstaklega óskað eftir erindum sem falla að efninu: „veður og orka“, en sem fyrr eru þó öll erindi sem tengjast veðri og veðurfari einnig velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Við tökum jafnframt gjarnan við einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá þingsins.
Dagskrá sumarþings
3. júní 2011, 09:57Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi mánudag 6. júní 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Að þessu sinni fjallar fyrri hluti erindanna um greiningar á veðurfari og aðferð til að auðvelda gerð reikninga á staðbundnu veðri. Seinni hluti erindanna snýr að eldgosunum í Grímsvötnum 2011 og Eyjafjallajökli 2010.
Dagskrá þingsins:
——————–
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Trausti Jónsson: Árið 2010: Hvar er það í myndinni?
* 13:20 – Guðrún Nína Petersen: Vindar á Grænlandssundi
* 13:35 – Ólafur Rögnvaldsson: WRFLES
* 13:50 – Trausti Jónsson: Þurrkarnir 2009 til 2010 í Reykjavík.
* 14:05 – Halldór Björnsson og Sindri Magnússon: Dýrasti vindsniðsmælir sögunnar – Vindsnið reiknuð með mekki Eyjafjallajökulgossins
* 14:20 – Kaffihlé
* 14:45 – Halldór Björnsson – Grímsvötn 2011: Frá veðurfræðilegu sjónarhorni
* 15:00 – Elín Björk Jónasdóttir – Grímsvatnagosið 2011: Á vaktinni
* 15:15 – Þórður Arason – Eldingar í Grímsvatnagosi 2011
* 15:30 – Sibylle von Löwis – Grímsvötn 2011: Öskumælingar
* 15:45 – Umræður
* 16:00 – Þingi slitið
Stutt ágrip hluta erindanna má finna hér.
Lumar þú á erindi á sumarþing Veðurfræðifélagsins?
30. maí 2011, 13:49Enn er rúm fyrir allnokkur erindi á áður auglýstu sumarþingi Veðurfræðifélagsins sem haldið verður mánudaginn 6. júní 2011.
Þeir sem hafa hug á að halda erindi á þinginu eru beðnir um að senda sem fyrst titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga.
Sumarþing Veðurfræðifélagsins
6. maí 2011, 11:40Veðurfræðifélagið auglýsir sumarþing sitt sem haldið verður mánudaginn 6. júní 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á sumarþingið er tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Styrkir til þátttöku á fræðaþingum
13. apríl 2011, 10:34Á aðalfundi Veðurfræðifélagsins þann 22. febrúar 2011 var samþykkt að styrkja félaga til þátttöku í fræðaþingum eða ráðstefnum innanlands og erlendis, sambærilegt við styrki sem voru í boði fyrir síðasta norræna veðurfræðingaþing.
Styrkirnir eru fyrir allt að 5 meðlimi félagsins og eru fyrir þinggjöldum eða hluta þeirra. Miðað er við upphæð sem verður að öllu jöfnu ekki hærri en ráðstefnugjald á síðasta norræna veðurfræðingaþingi, þ.e.a.s. 150 evrur.
Einungis þeir félagar sem þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði við ferðir og þátttöku í ráðstefnum geta sótt um, en ekki þeir sem fá greitt frá vinnuveitanda. Styrkirnir eru háðir því að viðkomandi flytji erindi á þinginu og/eða á fræðaþingi Veðurfræðifélagsins þegar heim er komið.
Til að sækja um styrk til Veðurfræðifélagsins skal senda stutta umsókn með ágripi að erindi til félagsins. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, aldur, menntun og starfsvettvangur.
Stjórn Veðurfræðifélagsins 2011-2012
6. mars 2011, 12:07Á aðalfundi Veðurfræðifélagsins 22. febrúar síðastliðinn var Theodór Freyr Hervarsson leystur frá störfum sem gjaldkeri félagsins. Theodór er þakkað fyrir störf í þágu félagsins. Hans sæti tekur Sibylle von Löwis. Tveir stjórnarmenn sitja frá fyrra ári.
Nýja stjórnina skipa því:
Guðrún Nína Petersen (formaður)
Hálfdán Ágústsson (ritari)
Sibylle von Löwis (gjaldkeri)
Dagskrá Þorraþings Veðurfræðifélagsins
18. febrúar 2011, 22:31Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í Orkugarði, Grensásvegi 9, þriðjudaginn 22. febrúar. Þingið verður sett kl. 13:30 en athugið að það er 30 mínútum síðar en áður var auglýst. Aðgangur að þinginu er ókeypis og þingið er opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Dagskrá
* 13:30 – Inngangur
* 13:35 – Haraldur Ólafsson: Hafgolan, brekkuvindurinn og hæðarvindurinn í upphæðum á sumrin
* 13:50 – Elín Björk Jónsdóttir: Að auka endurkast skýja
* 14:05 – Kristján Jónasson: Líkön af vindhraða mældum í mastrinu við Bústaðaveg 9 í Reykjavík
* 14:05 – Guðrún Nína Petersen: Grænlenskar vindrastir í ERA-Interrim
* 14:20 – Kristín Hermannsdóttir: Veðurfréttir í sjónvarpi – fortíð, nútíð og framtíð
* 14:35 – Kaffihlé
* 15:00 – Einar Sveinbjörnsson: Kuldaskil og snöggar hitabreytingar
* 15:15 – Þóranna Pálsdóttir: Sjálfvirkar úrkomumælingar og úrvinnsla þeirra
* 15:30 – Sibylle von Löwis: Öskufoksmælingar í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum
* 15:45 – Birgir Hrafnkelsson: Leitni í hitastigi
* 16:00 – Þingi slitið
Stutt ágrip hluta erindanna má finna hér.
Að loknu Þorraþingi heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn og hefst hann kl. 16:15 eftir stutt kaffihlé.
Þorraþing og aðalfundur
14. janúar 2011, 09:33Veðurfræðifélagið auglýsir þorraþing sitt sem haldið verður þriðjudaginn 22. febrúar 2011. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þorraþinginu er tengjast veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á “vedurfraedifelagid hjá gmail.com”.
Í framhaldi af þinginu heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn kl. 16:15 á sama stað.