Endurkjörin stjórn Veðurfræðifélagsins og ýmsar tilkynningar
Stjórn
Á aðalfundi 14. febrúar var stjórn Veðurfræðifélagsins endurkjörin. Hana skipa nú sem áður:
- Guðrún Nína Petersen, formaður
- Sibylle von Löwis, gjaldkeri
- Hálfdán Ágústsson, ritari
Ráðstefnurstyrkir
Á aðalfundi félagsins var ákveðið að Veðurfræðifélagið muni áfram bjóða uppá nokkra styrki fyrir þinggjöldum eða hluta þinggjalda fyrir meðlimi félagsins sem vilja sækja fræðaþing og ráðstefnur en fá ekki til þess sérstakan styrk frá vinnuveitanda. Allar nánari upplýsingar er að finna í fyrri tilkynningu um styrkina. Mælst er til þess að áhugasamir sækji einnig um aðra mögulega styrki, t.d. YSTA styrki EMS fyrir stúdenta.
Þorraþing
Sama dag og aðalfundur var haldinn hélt félagið vel sótt Þorraþing. Flest erinda Þorraþingsins verða bráðlega aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Ráðstefnur
Okkur hafa borist tvær tilkynningar um erlendar ráðstefnur:
- 28. norræna veðurfræðingaþingið verður haldið 4.-8. júní í Kaupmannahöfn. Frestur til skráningar og senda inn útdrætti er 1. maí en nánari upplýsingar er að finna hér.
- Árleg ráðstefna Evrópska veðurfræðifélagsins verður haldin í 10.-14. september í Lódz í Póllandi. Frestur til að senda ósk um erindi er til 26. apríl, sjá hér og hér.
Ljósmyndakeppni Evrópska veðurfræðifélagsins
Að lokum bendum við á að skoða má stórkostlegar ljósmyndir úr keppni Evrópska veðurfræðifélagsins hér.