Sumarþing Veðurfræðifélagsins – Síðustu forvöð
3. júní 2014, 11:45Nú eru síðustu forvöð til að skrá erindi á sumarþing Veðurfræðifélagsins, sem haldið verður föstudaginn 13. júní 2014, kl. 14.
Að þessu sinni er áherslan á aftakaveður og við óskum eftir erindum tengdum merkum veðuratburðum Íslandssögunnar. Venju samkvæmt koma þó að sjálfsögðu öll erindi tengd veðri/veðurfari til greina. Erindin eru að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Ekki er verra ef mynd tengd erindi fylgir með.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Sumarþing Veðurfræðifélagsins
15. apríl 2014, 11:06Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið föstudaginn 13. júní 2014. Þingið verður sett kl. 14 í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Venju samkvæmt koma öll erindi tengd veðri/veðurfari til greina, en að þessu sinni munum við jafnframt óska aftur eftir erindum tengdum aftakaveðuratburðum Íslandssögunnar. Þeir sem hafa hug á að fjalla um, lýsa og greina markverðan veðuratburð geta valið sér veður sem þeim er hugleikið eða leitað til stjórnar sem aðstoðar eftir mætti. Erindin eru að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Endurkjörin stjórn, styrkir og EMS-þing
27. febrúar 2014, 17:04Stjórn
Á nýliðnum aðalfundi 27. febrúar var stjórn Veðurfræðifélagsins endurkjörin. Hana skipa nú sem áður:
- Guðrún Nína Petersen
- Sibylle von Löwis
- Hálfdán Ágústsson
Stjórnin mun skipta með sér verkum.
Ráðstefnurstyrkir
Líkt og áður mun Veðurfræðifélagið áfram bjóða uppá nokkra styrki fyrir þinggjöldum eða hluta þinggjalda fyrir meðlimi félagsins sem vilja sækja fræðaþing og ráðstefnur en fá ekki til þess sérstakan styrk frá vinnuveitanda. Allar nánari upplýsingar er að finna í fyrri tilkynningu um styrkina. Mælst er til þess að áhugasamir sækji einnig um aðra mögulega styrki, t.d. YSTA styrki EMS fyrir stúdenta.
Ráðstefnur
Árleg ráðstefna Evrópska veðurfræðifélagsins verður haldin 6.-10. október í Prag í Tékklandi. Frestur til að senda ósk um erindi er til 15. apríl, sjá hér.
Dagskrá góuþings
24. febrúar 2014, 20:56Góuþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar. Þingið verður sett kl. 14 í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
* 14:00 – Þing sett
* 14:05 – Einar Sveinbjörnsson: Breytingar á þremur veðurþáttum sem valda röskun í raforkukerfinu
* 14:20 – Melissa Pfeffer: Indirect radiative forcing of aerosols via water vapor above non-precipitating maritime cumulus clouds: a study using WRF-Chem at cloud-system resolving scale
* 14:35 – Ingibjörg Jónsdóttir: Landsat 8 – veðurfar og atburðir
* 14:50 – Kaffihlé
* 15:15 – Birta Líf Kristinsdóttir: Veðuraðstæður í flugatviki í Hvalfirði
* 15:30 – Trausti Jónsson: Akureyrarveðrið mikla 5. mars 1969; Hvað var það?
* 15:45 – Aðalfundur Veðurfræðifélagsins
Ágrip erinda má finna: hér.
Góuþing og aðalfundur
6. febrúar 2014, 14:08Veðurfræðifélagið heldur Góuþing og aðalfund fimmtudaginn 27. febrúar 2014. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á “vedurfraedifelagid hjá gmail.com”, en jafnframt er óskað eftir áhugaverðri mynd til kynningar á þinginu á vef félagsins.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Aðventuþing – Erindaröð 9.-12. desember
30. nóvember 2013, 22:48Veðurfræðifélagið hitar upp fyrir komu jólasveinanna með röð erinda í annarri viku aðventunnar, 9.-12. desember. Erindin hefjast kl. 15:00 og verða haldin í gamla matsal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 9. Hvert erindi verður 15-25 mínútur og nægur tími mun gefast fyrir spurningar og umræðu eftir erindin.
Staðsetning: Gamli matsalur Veðustofunnar að Bústaðavegi 9.
Tími: kl. 15:00
Dagskrá:
Mánudaginn 9. des.:
Þórður Arason (Veðurstofu) – Manntjón í eldingum á Íslandi
Þriðjudaginn 10. des.:
Árni Jón Elíasson (Landsneti) – Slydduísing á Íslandi: Mælingar og reiknilíkön
Miðvikudaginn 11. desember:
Guðfinna Aðalgeirsdóttir (Jarðvísindastofnun) – Breytingar á Grænlandsjökli og íslenskum jöklum síðasta áratuginn.
Fimmtudaginn 12. desember:
Þóranna Pálsdóttir (Veðurstofu) – Gagnaflækja (og greiðslumáti)
Halldór Björnsson (Veðurstofu) – IPCC WG1 AR5! Eru loftslagsbreytingar að breytast?
Veðurfræðifélagið og erindaröðin eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Ljósmyndakeppni EMS
17. nóvember 2013, 23:25Evrópska Veðurfræðifélagið boðar til þriðju ljósmyndakeppni sinnar. Öllum er boðið að senda inn myndir til keppninnar, en myndirnar þurfa að tengjast veðri á árunum 2012 og 2013. Hver keppandi má senda inn tvær myndir og frestur er til 17. janúar 2014.
Allar frekari upplýsingar eru hér: “http://www.emetsoc.org/?id=405”.
Opinn fundur um bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs
10. október 2013, 11:15Eftirfarandi tilkynning barst Veðurfræðifélaginu:
Opinn fundur
Bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs
11. október kl. 12–13 í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Þér er boðið á opinn fund þar sem stjórnendur og íslenskir þátttakendur evrópska rannsóknarverkefnisins ice2sea kynna niðurstöður sínar. Markmið verkefnisins var að endurbæta spár um þau áhrif sem bráðnun jökla hefur á hækkun sjávarborðs.
Dagskrá:
12.00 – Ari Trausti Guðmundsson setur fundinn.
12.05 – Stjórnandi ice2sea, David Vaughan , British Antarctic Survey, kynnir niðurstöður verkefnisins.
12.20 – Guðfinna Aðalgeirsdóttir , dósent í jöklafræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „ice2sea og svæðisbundnar breytingar á sjávarborði“.
12.30 – Helgi Björnsson , vísindamaður emeritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Jöklabreytingar á Íslandi frá lokum 19. aldar“.
12.40 – Pallborðsumræður undir stjórn Ara Trausta Guðmundssonar .
13.00 – Fundarlok.
Dagskrá sumarþings
11. júní 2013, 00:01Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi fimmtudag, 13. júní. Þingið verður sett kl. 14 í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
* 14:00 – Þing sett
* 14:05 – Elín Björk Jónasdóttir: Skýstrókar í Oklahóma.
* 14:20 – Atli Norðmann Sigurðarson: Bayesískt tölfræðilíkan fyrir mánaðarlega úrkomu byggt á úrkomumælingum og úttaki úr veðurfræðilíkani.
* 14:35 – Bolli Pálmason: Kynning á Harmonie veðurlíkani Veðurstofunnar.
* 14:50 – Þórður Arason: Notkun eldinga í gosmekki til að ákvarða staðsetningu eldgoss.
* 15:05 – Kaffihlé
* 15:30 – Óli Páll Geirsson: Modelling annual maximum 24 hour precipitation in Iceland using block sampling and SPDE models.
* 15:45 – Trausti Jónsson: Kvöldstöðvar – Hvað er það? Hverjar eru þær?
* 16:00 – Haraldur Ólafsson: Litið yfir mæliherferðir undanfarinna ára.
Ágrip erinda má finna: hér.
Sumarþing – Óskir um erindi
6. júní 2013, 09:55Nú eru síðustu forvöð að senda inn erindi á sumarþing Veðurfræðifélagsins sem haldið verður að viku liðinni, kl. 14 fimmtudaginn 13. júní.
Erindin eru að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.