Góuþing og aðalfundur
Veðurfræðifélagið heldur Góuþing og aðalfund fimmtudaginn 27. febrúar 2014. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á “vedurfraedifelagid hjá gmail.com”, en jafnframt er óskað eftir áhugaverðri mynd til kynningar á þinginu á vef félagsins.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.