Dagskrá haustþings Veðurfræðifélagsins
Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt fimmtudaginn 15. nóvember 2018, að Veðurstofu Íslands. Þingið verður sett kl. 13 og haldið í Undirheimum að Bústaðavegi 7.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
- Dagskrá þingsins:
13:00 – Þing sett
13:05 – Andri Gunnarsson: Breytileiki snjóhulu á Íslandi með áherslu á starfssvæði Landsvirkjunar.
13:20 – Ólafur Rögnvaldsson: Veðurspár og endurnýjanlegir orkugjafar
13:35 – Einar Sveinbjörnsson: Veður og bilanir á Vesturlínu
13:50 – Hlé
14:10 – Kristín Björg Ólafsdóttir: Skráning og varðveisla eldri veðurmælinga.
14:25 – Trausti Jónsson: Uppi og niðri.
14:40 – Haraldur Ólafsson: Hvenær hvessir snögglega?
Útdrættir erinda eru aðgengilegir hér.
Vesturlína og bilanir. Mynd: Einar Sveinbjörnsson.