Haustþing Veðurfræðifélagsins
Veðurfræðifélagið heldur haustþing kl. 13-16 fimmtudaginn 15. nóvember 2018. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi sem falla undir þemað: “Veður og orka”, en önnur erindi er tengjast veðri og/eða veðurfari eru einnig velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru án endurgjalds, og opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.