Jólaþing 14. desember
8. desember 2016, 22:39Jólaþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi miðvikudag, 14. desember. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi
7 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
- 14:00 – Þing sett
- 14:05 – Trausti Jónsson: Á aðventu 1925
- 14:20 – Einar Sveinbjörnsson: Samanburður á Vegagerðarvindhviðum og hviðum Veðurstofunnar
- 14:35 – Páll Bergþórsson: Loftlagslíkan jarðar
- Kaffihlé
- 15:15 – Guðrún Nína Petersen: Kortlagning aftakavinda á Suðvesturlandi
- 15:30 – Haraldur Ólafsson: Snýst hann?
- 15:45 – Þingi slitið
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Ágrip erinda eru aðgengileg hér.
Jólaþing 14. desember
23. nóvember 2016, 22:21Veðurfræðifélagið heldur jólaþing miðvikudaginn 14. desember.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengd veðri og/eða veðurfari. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Sem fyrr eru Veðurfræðifélagið og þing þess opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Fyrirlestur um rannsóknarflug á Norður Atlandshafi
6. október 2016, 09:26Mánudaginn 10. október munu Heini Wernli, Vísinda- og tækniháskólanum í Zürich (ETH Zürich) og John Methven, Háskólanum í Reading, halda stutta kynningu á rannsóknarverkefninu NAWDEX: North Atlantic Waveguide and Downstream Impacts Experiment.
Þessa dagana eru í gangi mælingarflug yfir Norður Atlandshafi vegna verkefnisins og tvær rannsóknarflugvélar eru með bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Heini og John munu kynna bakgrunn verkefnisins auk þess hvernig hefur gengið.
Kynningin verður í matsal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, kl. 15 á mánudaginn.
Allir sem hafa áhuga á veðri og veðurfari eru velkomnir.
Útdráttur á ensku:
Weather systems developing over the North Atlantic and hitting Europe are intimately related to large-amplitude meanders of the jet stream, known as Rossby waves. Characteristic weather patterns grow in concert with the waves, and the jet stream acts as a wave guide, determining the focus of the wave activity at tropopause-level. Rossby wave energy transfers downstream rapidly, amplifying troughs and ridges.
Recent research has shown that forecast busts (where skill is much lower than usual) for Europe share a common precursor 5-6 days beforehand; a distinct Rossby wave pattern with a more prominent ridge (northwards displacement of the jet stream) across the eastern USA. The reasons for these forecast busts are not known, but it is hypothesised that the representation of diabatic (cloud and radiative heating) processes, over the USA and Atlantic, lowers the predictability in this situation.
We need new observations within the waveguide at tropopause level with sufficient vertical resolution to resolve the detailed jet stream structure and quantify the diabatic processes acting as disturbances develop. We also need to connect these “upstream” observations with a comprehensive network of observations where the downstream weather impacts occur.
An experiment tackling this inter-continental problem, NAWDEX, is taking place 16 Sep – 16 Oct 2016 based from Keflavik. The experiment involves four research aircraft equipped with lidar, radar and dropsondes for measuring high resolution cross-sections of winds, temperature and humidity. A comprehensive network of ground-based radar and lidar profiling stations are running continuously, including supersites in the UK and France, plus up to 600 additional radiosondes spanning northern high latitudes (45-65N).
The talks will outline the fundamental underpinning science regarding jet stream variability and the limitations of our understanding. The evidence motivating the NAWDEX campaign will be explained and some highlights of the campaign so far will be revealed, including the excitement of the extra-tropical transition of tropical storm Karl and its influence on the jet stream into Europe.
Catch up with our latest campaign news at http://www.nawdex.org and https://internal.wavestoweather.de/nawdex/projects/nawdex/wiki
Fyrirlestur um safnspár 4. október
28. september 2016, 19:27Roberto Buizza hjá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF) heldur fyrirlestur um safnspár (e. ensemble forecasts) á þriðjudaginn.
Titill: The ECMWF ensembles: current status and future plan
Staður: Forgarður, Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7
Stund: þriðjudagurinn 4. október kl. 11
Dagskrá sumarþings
10. júní 2016, 20:59Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi þriðjudag, 14. júní 2016. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14:15.
14:15 Þing sett
14:20 Haraldur Ólafsson: Hitahvörf yfir Íslandi
14:40 Þórður Arason: Íslenzkt ljósbrot
15:00 Bolli Pálmason: Leiðrétting á hitaspám
15:20 Einar Sveinbjörnsson: Sumarbreytingar frá aldamótum
15:40 Páll Bergþórsson: Fyrsta nothæfa tölvugreining veðurkorta
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Ágrip erinda eru aðgengileg á vefsíðunni: https://vedur.org/index.php/fraedathing/fraedathing-2015.
Eyrarbakki í hillingum, 14. júní 2015. Ljósmynd: Þórður Arason.
Sumarþing 2016
26. maí 2016, 12:14Veðurfræðifélagið heldur sumarþing sitt þriðjudaginn 14. júní 2016. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14:00.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Sem fyrr eru Veðurfræðifélagið og þing þess opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Veðurfræðierindi á næstunni – Breytt dagsetning
29. mars 2016, 14:56Athugið: Dagsetning síðara erindisins er breytt frá því sem áður var auglýst.
Á næstu mánuðum munu góðir gestir koma í heimsókn til Ísland og flytja erindi. Erindin verða flutt á Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, í Forgarði, fundarherbergi í kjallara.
Föstudaginn 8. apríl kl. 11 mun Dr. Walter Dabberdt, veðurfræðingur hjá Vaisala flytja erindið Boundary-Layer Observations: Historical Perspectives, Needs and Some Prospects.
Fimmtudaginn 19. apríl kl. 11 mun svo Dr. Robert Bornstein, prófessor emeritus við San Jose háskóla flytja erindið Observation and simulation of polluted urban PBLs in changing climates.
Veðurfræðifélagið og erindi á þess vegum er opið öllum sem að hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Norrænt veðurfræðingaþing í ágúst 2016 – Önnur áminning
28. mars 2016, 21:09Minnt er á norræna veðurfræðingaþingið sem verður að þessu sinni haldið í Stokkhólmi í 22.-24. ágúst 2016.
Dagskrá Góuþings
18. febrúar 2016, 11:25Góuþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi þriðjudag, 23. febrúar. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:45. Að þingi loknu heldur félagið aðalfund sinn.
13:45 Þing sett
13:50 Þórður Arason: Samanburður á eldingagögnum úr ATDnet og WWLLN mælikerfunum
14:10 Björn Erlingsson: Hafís í Norður-Íshafi – bráðnun og brotahreyfingar
14:30 Hermann Arngrímsson: Lærdómur við eldfjallaeftirlit í Holuhrauni – Fjarkönnunarhópur fer yfir reynsluna af eldfjallaeftirliti í Holuhrauni
14:50 Kaffihlé
15:10 Guðrún Nína Petersen: Lofthjúpur og haf mælt – tvær mæliherferðir kynntar til leiks
15:25 Trausti Jónsson: Áttavísar
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.