Sumarþing Veðurfræðifélagsins
Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið föstudaginn 13. júní 2014. Þingið verður sett kl. 14 í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Venju samkvæmt koma öll erindi tengd veðri/veðurfari til greina, en að þessu sinni munum við jafnframt óska aftur eftir erindum tengdum aftakaveðuratburðum Íslandssögunnar. Þeir sem hafa hug á að fjalla um, lýsa og greina markverðan veðuratburð geta valið sér veður sem þeim er hugleikið eða leitað til stjórnar sem aðstoðar eftir mætti. Erindin eru að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.