Endurkjörin stjórn, styrkir og EMS-þing
Stjórn
Á nýliðnum aðalfundi 27. febrúar var stjórn Veðurfræðifélagsins endurkjörin. Hana skipa nú sem áður:
- Guðrún Nína Petersen
- Sibylle von Löwis
- Hálfdán Ágústsson
Stjórnin mun skipta með sér verkum.
Ráðstefnurstyrkir
Líkt og áður mun Veðurfræðifélagið áfram bjóða uppá nokkra styrki fyrir þinggjöldum eða hluta þinggjalda fyrir meðlimi félagsins sem vilja sækja fræðaþing og ráðstefnur en fá ekki til þess sérstakan styrk frá vinnuveitanda. Allar nánari upplýsingar er að finna í fyrri tilkynningu um styrkina. Mælst er til þess að áhugasamir sækji einnig um aðra mögulega styrki, t.d. YSTA styrki EMS fyrir stúdenta.
Ráðstefnur
Árleg ráðstefna Evrópska veðurfræðifélagsins verður haldin 6.-10. október í Prag í Tékklandi. Frestur til að senda ósk um erindi er til 15. apríl, sjá hér.