Sumarþing 2016
26. maí 2016, 12:14Veðurfræðifélagið heldur sumarþing sitt þriðjudaginn 14. júní 2016. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14:00.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Sem fyrr eru Veðurfræðifélagið og þing þess opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Veðurfræðierindi á næstunni – Breytt dagsetning
29. mars 2016, 14:56Athugið: Dagsetning síðara erindisins er breytt frá því sem áður var auglýst.
Á næstu mánuðum munu góðir gestir koma í heimsókn til Ísland og flytja erindi. Erindin verða flutt á Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, í Forgarði, fundarherbergi í kjallara.
Föstudaginn 8. apríl kl. 11 mun Dr. Walter Dabberdt, veðurfræðingur hjá Vaisala flytja erindið Boundary-Layer Observations: Historical Perspectives, Needs and Some Prospects.
Fimmtudaginn 19. apríl kl. 11 mun svo Dr. Robert Bornstein, prófessor emeritus við San Jose háskóla flytja erindið Observation and simulation of polluted urban PBLs in changing climates.
Veðurfræðifélagið og erindi á þess vegum er opið öllum sem að hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Norrænt veðurfræðingaþing í ágúst 2016 – Önnur áminning
28. mars 2016, 21:09Minnt er á norræna veðurfræðingaþingið sem verður að þessu sinni haldið í Stokkhólmi í 22.-24. ágúst 2016.
Dagskrá Góuþings
18. febrúar 2016, 11:25Góuþing Veðurfræðifélagsins verður haldið næstkomandi þriðjudag, 23. febrúar. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:45. Að þingi loknu heldur félagið aðalfund sinn.
13:45 Þing sett
13:50 Þórður Arason: Samanburður á eldingagögnum úr ATDnet og WWLLN mælikerfunum
14:10 Björn Erlingsson: Hafís í Norður-Íshafi – bráðnun og brotahreyfingar
14:30 Hermann Arngrímsson: Lærdómur við eldfjallaeftirlit í Holuhrauni – Fjarkönnunarhópur fer yfir reynsluna af eldfjallaeftirliti í Holuhrauni
14:50 Kaffihlé
15:10 Guðrún Nína Petersen: Lofthjúpur og haf mælt – tvær mæliherferðir kynntar til leiks
15:25 Trausti Jónsson: Áttavísar
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Góuþing og aðalfundur
28. janúar 2016, 11:09Veðurfræðifélagið heldur góuþing sitt og aðalfund þriðjudaginn 23. febrúar 2016. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14:00. Að þingi loknu verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengd veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid@gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Norrænt veðurfræðingaþing í Stokkhólmi í ágúst 2016
19. desember 2015, 13:07Haldið verður norrænt veðurfræðingaþing í Stokkhólmi í ágúst 2016. Síðasta þing var í Noregi 2014 en síðast var þingið á Íslandi 2008 og venju samkvæmt ætti það að vera haldið aftur á Íslandi á 2018.
Dagskrá aðventuþings
27. nóvember 2015, 09:19Aðventuþing Veðurfræðifélagsins verður haldið fimmtudaginn 3. desember 2015. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:30. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Dagskrá þingsins:
*13:30 Setning þings
*13:35 Einar Sveinbjörnsson: Mikil frostrigning 27. október 2015 í Dölum, í Hrútafirði og vestantil á Norðurlandi.
*13:50 Gabriel Sattig: The Brusi Experiment – High resolution analysis of summer precipitation in the East Fjords
*14:05 Trausti Jónsson: Framsýni, núsýni, nærsýni – en þó aðallega baksýni.
*14:20 Björn Erlingsson: Sjávarflóð á lágsvæðum – aðferð við bráðabirgðamat á tíðni sjávarflóða við Skutulsfjarðareyri
*14:35 Páll Bergþórsson: Áhrif hafíss og koltvísýrings á loftslags í ýmsum beltum jarðar
14:50 – 15:10 Kaffi
*15:10 Þorsteinn Þorsteinsson: Afkomumælingar á Hofsjökli 1989-2015
*15:25 Bolli Pálmason: Uppfærsla á HARMONIE veðurspálíkaninu haustið 2015.
*15:40 Guðrún Elín Jóhannsdóttir: Uppgufun í Reykjavík 1968-2006
*15:55 Haraldur Ólafsson: Sólfarsvindar fyrr og síðar
Ágrip erinda eru aðgengileg á vefsíðunni: https://vedur.org/index.php/fraedathing/fraedathing-2015.
Sjálfvirkur úrkomumælir á Seyðisfirði 2008. Ljósmynd: Sveinn Brynjólfsson.
Aðventuþing
9. nóvember 2015, 20:57Veðurfræðifélagið heldur aðventuþing sitt fimmtudaginn 3. desember 2015. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 14:00.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengd veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid@gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Dagskrá sumarþings
14. júní 2015, 00:11Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið á þriðjudaginn 16. júní 2015. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:30. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Dagskrá þingsins:
* 13:30 Andréa Massad: Evaluation of surface temperature and wind speed in mesoscale simulations of the atmosphere over Iceland
* 13:45 Andri Gunnarsson: Snjómælingar Landsvirkjunar
* 14:00 Hálfdán Ágústsson: Úrkoma á hverfandi(a) jökulhveli
* 14:15 Tandri Gauksson: Flóðahorfur í Reykjavík næstu ár
14:30 Kaffihlé
* 14:50 Einar Sveinbjörnsson: Sérstætt og áhugavert hviðuveður í Öræfasveit 28. apríl 2015
* 15:05 Guðrún Nína Petersen og Bolli Pálmason: Illviðrið 14. mars
* 15:20 Trausti Jónsson: Misjafnt eðli illviðra við Ísland
Ágrip erinda eru aðgengileg á vefsíðunni: https://vedur.org/index.php/fraedathing/fraedathing-2015.
Sumarþing – Síðustu forvöð
10. júní 2015, 22:45Nú eru síðustu forvöð að koma að erindum á sumarþing Veðurfræðifélagsins sem haldið verður næstkomandi þriðjudag, 16. júní.


