Haustþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt miðvikudaginn 20. október næstkomandi. Þing verður sett kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og því slitið kl. 16. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Sem fyrr eru erindi um öll viðfangsefni sem tengjast veðri og veðurfari velkomin en að þessu sinni er þó sérstaklega óskað eftir erindum sem tengjast þemanu: „veður og eldgos“. Erindin eru að jafnaði 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga og umræðu. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á vedurfraedifelagid@gmail.com.


Dagskrá sumarþings Veðurfræðifélagsins

Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í Orkugarði, Grensásvegi 9, þriðjudaginn 15. júní. Þingið er ókeypis og opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari.  Að þessu sinni skipast  efnistök þingsins að mestu í  tvo flokka, annars vegar efni sem tengjast veðurspám og hinsvegar tölfræðilegri úttekt á veðurfari.

Það er sönn ánægja að bjóða upp á erlendan gestafyrirlesara á sumarþinginu, Dr. Kevin R. Wood sem starfar sem “Research Scientist” hjá Joint Institute for the Study of the Atmosphere and Ocean (JISAO) sem er hluti af NOAA í Seattle í Washingtonfylki BNA.  Kevin mun setja þingið með erindi er fjallar um langtímaveðurlag við Norður-Atlantshaf.

Dagskrá:

* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Kevin Wood: Air temperature variations on the Atlantic – Arctic boundary since 1802
* 13:40 – Trausti Jónsson: Vik frá landsjöfnuðum hita. Árstíðasveifla.
* 13:55 – Óli Páll Geirsson: Hágildi í úrkomu
* 14:10 – Birgir Hrafnkelsson: Hágildi/lággildi í hitastigi

* 14:25 – Kaffihlé

* 14:50 – Einar Sveinbjörnsson: Sumarspár – má eitthvað gagn hafa af þeim?
* 15:05 – Kristján Jónasson: Ný langtímaspá fyrir öldina
* 15:20 – Marius 0. Jonassen: Af mælingum með ómönnuðu flugfari og háupplausnar veðurspám
* 15:35 – Hálfdán Ágústsson: Hléiður – kynngi Snæfellsjökuls yfir Reykjavík
* 15:50 – Guðrún Nína Petersen: Sögur að handan – fréttir af norræna veðurþinginu 2010

* 16:00 – Þingi slitið

Stutt ágrip nokkurra erindanna má finna hér.

Súmó-vélinNý langtímaspá fyrir öldinaHléiður á Faxaflóa


Dagskrá sumarþings fullskipuð

Dagskrá sumarþingsins er fullskipuð og verður auglýst síðar í vikunni.


Enn má koma að einu erindi á sumarþingi Veðufræðifélagsins

Enn má koma að einu erindi á sumarþingi Veðurfræðifélagsins. Fyrsta erindið sem berst kemst á dagskrá þingsins sem verður auglýst í lok vikunnar. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á vedurfraedifelagid@gmail.com.

Frekari upplýsingar eru í fyrri frétt hér fyrir neðan.


Sumarþing Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur árlegt sumarþing sitt þriðjudaginn 15. júní næstkomandi. Þing verður sett kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og því slitið kl. 16. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Sem fyrr eru erindi um öll viðfangsefni sem tengjast veðri og veðurfari velkomin en að þessu sinni er þó sérstaklega óskað eftir erindum sem tengjast þemanu: “veður og veðurspár”. Erindin verða að jafnaði 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga og umræðu. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á vedurfraedifelagid@gmail.com, og óvíst er að síðbúnar óskir um erindi komist á dagskrá þingsins.

Á þinginu verður einnig sagt frá því helsta af 27. norræna veðurfræðingaþinginu sem haldið verður 7.-11. júní í Helsinki en nokkrir meðlimir félagsins munu sækja þingið. Jafnframt er hér með minnt á að enn má sækja um styrk Veðurfræðifélagsins fyrir ráðstefnugjöldum norræna þingsins.


Styrkir vegna 27. norræna veðurþingsins

Aðalfundur Veðurfræðifélagsins þann 11. febrúar 2010 samþykkti að styrkja félaga til þátttöku í 27. norræna veðurþinginu sem verður haldið í Helsinki 7.-11. júní næstkomandi, sjá einnig frétt 22. janúar um þingið. Styrkurinn nemur ráðstefnugjaldi, sem eru 50 evrur fyrir stúdent en 150 evrur fyrir aðra.

Einnig hefur Evrópska veðurfræðifélagið, EMS, tilkynnt að það muni styrkja tvo vísindamenn yngri en 35 ára, til að sækja norræna þingið. Styrkur EMS nemur 500 evrum, sjá auglýsingu . Umsóknarfrestur er 15. mars 2010.

Stjórn Veðurfræðifélagsins auglýsir hér með að félagið mun styrkja allt að fimm félaga til þátttöku á norræna þingingu. Þeir félagar ganga fyrir sem þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði við för sína á þingið en fá ekkert greitt frá vinnuveitanda. Þeir félagar sem voru yngri en 35 ára í janúar 2010 eru einnig beðnir um að sækja um styrk evrópska veðurfræðifélagins.

Til að sækja um styrk Veðurfræðifélagsins skal senda stutta umsókn til félagsins, á: “vedurfraedifelagid hja gmail.com” fyrir sumardaginn fyrsta. Styrkþegar skulu annað hvort vera með innlegg á norræna þinginu eða erindi á næsta haustþingi Veðurfræðifélagsins þar sem efni af norræna þinginu yrði kynnt. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, aldur, menntun og starfsvettvangur. Jafnframt eru umsækjendur beðnir um að taka fram á hvoru þinginu þeir ætli að vera með erindi.

Stjórn Veðurfræðifélagsins


Stjórn Veðurfræðifélagsins 2010-2011

Á aðalfundi Veðurfræðifélagsins 11. febrúar síðastliðinn var þáverandi stjórn kosin samhljóða til áframhaldandi setu. Stjórnina skipa því áfram:
Guðrún Nína Petersen (formaður)
Hálfdán Ágústsson (ritari)
Theodór Freyr Hervarsson (gjaldkeri)


Þorraþing Veðurfræðifélagsins 11. febrúar 2010

Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis. Þema þorraþingsins er “veður og jöklar” en einnig verða flutt almenn veðurerindi.

Dagskrá þingsins:

  • 13:00 Inngangur
  • 13:05 Jöklar á Íslandi: jöklafræði, gagnaöflun og rannsóknir – Finnur Pálsson
  • 13:20 Einfalt líkan til þess að reikna afrennslisaukningu frá jöklum í hlýnandi loftslagi – Tómas Jóhannesson
  • 13:35 Orkubúskapur á íslenskum jöklum: mælingar og dæmi um niðurstöður – Sverrir Guðmundsson
  • 13:50 Afkoma Hofsjökuls 2008-2009 – Þorsteinn Þorsteinsson
  • 14:05 Samband veðurathugana í Eyjafirði og afkomumælinga smájökla í Svarfaðardal – Sveinn Brynjólfsson
  • Kaffihlé

  • 14:50 Rek hafíss í Austur-Grænlandsstraumi sunnan Scoresbysunds – Ingibjörg Jónsdóttir
  • 15:05 Ósonmælingar í Reykjavík 1957-2009 – Árni Sigurðsson
  • 15:20 Óveður – aðferð til að meta styrk og afleiðingar í óveðrum – Einar Sveinbjörnsson
  • 15:35 The Bergen Shelter – Marius O. Jonassen
  • 15:50 Hvasst við Hvarf – Guðrún Nína Petersen

Ágrip erinda má finna hér

Í framhaldi af þinginu heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn kl. 16:15 á sama stað.


Erindi á þorraþingið

Enn má koma að erindum á þorraþing Veðurfræðifélagsins sem verður haldið fimmtudaginn 11. febrúar 2010, kl. 13-16 í Orkugarði að Grensásvegi 9. Þeir sem hafa áhuga á slíku eru hvattir til að huga sem fyrst að því.

Að þessu sinni er óskað sérstaklega eftir erindum sem tengja saman jökla og veður. Sem fyrr eru þó erindi um önnur viðfangsefni er tengjast veðri og veðurfari velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á vedurfraedifelagid@gmail.com.


27. norræna veðurfræðingaþingið í Finnlandi

Finnskir kollegar okkar halda nú 27. norræna veðurfræðingaþingið í Helsinki 7.-11. júní 2010. Opnað hefur verið fyrir skráningu á þingið en henni lýkur 15. mars. Vefsíða þingsins er: “http://www.fmi.fi/NMM2010” og hér fyrir neðan er 2. auglýsing þingsins.

27. norræna veðurfræðingaþingið27. norræna veðurfræðingaþingið