Þorraþing Veðurfræðifélagið
4. janúar 2010, 22:22Veðurfræðifélagið auglýsir þorraþing sitt sem verður haldið fimmtudaginn 11. febrúar 2010. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þorraþinginu. Að þessu sinni er óskað sérstaklega eftir erindum sem tengja saman jökla og veður. Sem fyrr eru þó erindi um önnur viðfangsefni er tengjast veðri og veðurfari velkomin. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á vedurfraedifelagid@gmail.com
Í framhaldi af þinginu heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn kl. 16:15 á sama stað.
Stjórnin vill nota tækifærið og minna á norræna veðurfræðingaþingið sem verður að þessu sinni haldið í Helsinki 5.-11. júní 2010. Sjá nánar hér: “http://www.fmi.fi/international/nordic_16.html”.