Tólfta norræna veðurfræðingaþingið
Nýlega barst Veðurfræðifélaginu tilkynning þess efnis að tólfta norræna veðurfræðingaþingið verður haldið í Kaupmannahöfn 4.-8. júní 2012. Formleg auglýsing hefur enn ekki verið birt en meðal efnistaka á þinginu verða: veðurfræði á norðurhjara, haffræði og veðurfar, loftgæði, áhrif sólar á veðurfar, eldgos og veður, miðlun veðurupplýsinga og hlutverk spáveðurfræðingsins í nánustu framtíð.