Vindalisti

nafn skýring
baguio nafn filipseyinga á fellibyljum sem þar koma
berg wind hjúkaþeyr í austanverði S-Afríku og Namíbíu
bise norðan-, norðaustan- eða norðvestanvindur í Suður
Frakklandi (í Languedoc), meira skýjað er en í mistralnum austar (einnig bise
noire)
bora köld, oftlega mjög þurr norðaustanátt við austurströnd
Adríahafs, stundum notað um kalda fallvinda í víðari merkingu
buran sterkur, kaldur norðaustanvindur í Rússlandi og Mið-Asíu
ef snjókoma fylgir nefnist hann stundum „purga”
crachin þokusúld sem er allalgeng við strendur Suður-Kína norður
undir Shanghai
etesian wind norðlægir vindar, algengir að sumarlagi við austanvert
Miðjarðarhaf og sérlega í Eyjahafi, heita “meltemi” í Tyrklandi
föhn eða foehn hnjúkaþeyr, upphaflega norðanmegin í Ölpunum
gregale, grégal, grecale sterkur norðaustanvindur í Miðjarðarhafi, einkum undan
S-Frakklandi og undan eyjunum stóru.
haboob upphaflega sandstormur í Súdan, en nú gjarnan notað
almennt um sandstorm í Miðausturlöndum og austanverðri Sahara
harmattan þurr norðaustan- og austanvindur yfir norðvestan- og
vestanverðri Afríku, suður að 5°N á vetrum, en um 20°N í júlí (sunnar:
suðvestanmonsúninum)
khamsin þurr og heitur sunnanvindur í Egyptalandi
kona (storm) suðlægur regnstormur á Hawaii
kosava gilvindur við Dóná suðaustur af Belgrad
leste heit og þurr sunnanátt á Madeira og í Norður-Afríku
levanter austanátt í Gíbraltarsundi
leveche heit og þurr sunnanátt á suðaustanverðum Spáni,
inniheldur gjarnan ryk og mold
libeccio sterk og byljótt suðvestanátt um miðbik Miðjarðarhafsins,
algengastur að vetrarlagi (útsynningur Miðjarðarhafsins)
maestro norðvestanvindur á Adríahafi vestanverðu (og einnig
vestan Ítalíu), algengastur á sumrin
mistral hvass norðanvindur við Miðjarðarhaf, einkum í Frakklandi
að vetrarlagi.
norte sterkur, kaldur norðanvindur við strendur Mexíkóflóa
pampero hvass vindur í þrumuveðrum í Argentínu og Úragvæ, hiti
fellur eftir að hryðjan er hjá
reshabar, rrashaba svarti-vindur, sterkur, byljóttur norðaustanvindur í
Kúrdistan, þurr.
scirocco hlýr sunnanvindur við Miðjarðarhaf, oftast ryki þrunginn
frá Sahara (við N-strendurnar er hann orðinn mjög rakur og óþægilegur)
seistan mjög sterkur norðanvindur í Seistan í austur Íran, blæs á
sumrin (120-daga vindur)
simoon smáir en sterkir hvirfilbyljir í eyðmörkum Afríku og
Arabíu, algengastir að sumri til
southerly buster skyndilegur vindsnúningur úr norðanátt í sunnan í
suðaustanverðri Ástralíku, hiti fellur einnig verulega (um allt að 20° á
hálfri klukkustund)
vardarac, vardar kaldur norðanvindur í Norður-Grikklandi (gilvindur)
vendavales sterkur, byljóttur suðvestanvindur við suðausturströnd
Spánar (einkum að vetrarlagi)
willy-willy fellibylur í Ástralíu