Dagskrá öskudagsþings

Öskudagsþing Veðurfræðifélagsins, miðvikudaginn 14. febrúar 2024, hefst kl. 13:30. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.

Dagskrá þingsins

13:30 – Þing sett
13:35 – Einar Sveinbjörnsson – Gervigreind í hitaspám – einkum þegar spáð er miklu frosti
13:55 – Haraldur Ólafsson – Fylgni meðalhita aðliggjandi mánaða á norðurslóðum um sumar og haust
14:15 – Páll Ágúst Þórarinsson – Resolution dependence of the turbulent atmospheric boundary layer in global storm-resolving climate simulations
14:35 – Kristín Björg Ólafsdóttir – Flutningur á mælireit Veðurstofunnar í Reykjavík: Samanburður mælinga
14:55 – Kristín Hermannsdóttir – Sjónvarpsveður í 57 ár
15:10 – Kaffi og kökuhlé
15:20 – Aðalfundur m/kaffi

Útdrættir erinda eru á vef félagsins, og aðgengilegir hér.

Gert er ráð fyrir að setja upp fjarfund fyrir áhugasama utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem hafa huga á að taka þátt þaðan eru beðnir um að hafa samband: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Félagar teljast þau sem eru skráð persónulega á póstlista félagsins auk þeirra sem reglulega mæta á fundi félagsins.