Dagskrá haustþings veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt kl. 13:30-16 fimmtudaginn 14. október 2021. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.

Dagskrá þingsins

13:30 – Þing sett
13:35 – Haraldur Ólafsson: Hitatregðan á Íslandi og í S-Evrópu
13:50 – Lilja Steinunn Jónsdóttir: Leiðrétting á hitaspám
14:05 – Páll Ágúst Þórarinsson: Greining á kerfisbundnum mun í úrkomumælingum í flóknu landslagi á Seyðisfirði
14:20 – Þórður Arason: Endurnýjun á veðursjám á Íslandi

14:35 – Kaffi og kaka

15:00 – Guðrún Nína Petersen: Það birtir í Reykjavík – Breytingar á sólskinsstundum tengdar mæliaðferð
15:15 – Þórður Arason: Flutningur á mælireit Veðurstofunnar
15:30 – Andri Gunnarsson: Endurgreining á árstíðarbundnum snjó og sumarleysingu jökla með fjarkönnun á snjóhulu, endurkasti yfirborðs og reikningum á veðri
15:45 – Philipp Weitzel: Extreme winds in the Greenland-Iceland region in a new high-resolution dataset
16:00 – Haraldur Ólafsson og Lilja Steinunn Jónsdóttir: Hitahvörf
16:15 – Þingi slitið

Útdrættir erinda eru á vef félagsins, og aðgengilegir hér.

Gert er ráð fyrir að setja upp fjarfund fyrir áhugasama utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem hafa huga á að taka þátt þaðan eru beðnir um að hafa samband: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.


Campbell-Stokes mælir á þaki Veðurstofu Íslands 4. júní 2020 (ljósmynd: Guðrún Nína Petersen).