Lög félagsins

Lög Veðurfræðifélagsins

1. grein. Félagið heitir Veðurfræðifélagið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein. Tilgangur félagsins er að efla veðurfræði og skyldar greinar.

3. grein. Félagar geta allir orðið.  Aðalfundi er heimilt að ákveða félagsgjöld.

4. grein. Þriggja manna stjórn sér um framkvæmdir félagsins og annast öll málefni þess. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega, en stjórnin skiptir með sér verkum að öðru leyti.

5. grein. Aðalfund félagsins skal halda í febrúar ár hvert, og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

  • a. Skýrt frá helstu framkvæmdum á liðna árinu.
  • b. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  • c. Kosin stjórn og tveir skoðunarmenn reikninga.
  • d. Önnur mál.

Aðalfund skal boða með tölvupósti eða bréfi með a.m.k. viku fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað. Á fundinum ræður einfaldur meirihluti úrslitum í öllum málum öðrum en þeim, er varða lagabreytingar. Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þurfa þær að vera samþykktar með minnst 2/3 hluta atkvæða . Tillögu til lagabreytinga má því aðeins taka til afgreiðslu að hún hafi verið kynnt félagsmönnum með a.m.k. einnar viku fyrirvara.

Aðalfundur FÍV 14. febrúar 2008 bókar:

Veðufræðifélagið tekur við veðurfræðistarfsemi Félags íslenskra veðurfræðinga og Félag íslenskra veðurfræðinga mun sinna hagsmunamálum íslenskra veðurfræðinga.  Er því um samfellu í félagsstarfi að ræða.  Sjóður FÍV skiptist jafnt á milli FÍV og Veðurfræðifélagsins.

Lög þessi eru borin fram á aðalfundi Félags íslenskra veðurfræðinga 14. febrúar 2008.