Góuþing og aðalfundur
Veðurfræðifélagið heldur góuþing og aðalfund síðdegis fimmtudaginn 24. febrúar. Þingið verður á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7, svo framarlega sem samkomutakmarkanir setji því ekki skorður. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi tengdi veðri og/eða veðurfari. Erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.