Haustþing Veðurfræðifélagsins 9. nóvember 2017

Veðurfræðifélagið heldur haustþing 9. nóvember í samstarfi við ISAVIA. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ISAVIA og efni fundarins verður allt sem viðkemur veðri og veðurfari í tengslum við flug. Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á haustfundinum. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á: „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“.

Sem fyrr eru Veðurfræðifélagið og þing þess opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.