Um félagið

Tilgangur Veðurfræðifélagsins er að efla veðurfræði og skyldar greinar. Öllum er heimilt að gerast félagar.

Félagið heldur að jafnaði veðurþing þrisvar á ári og eru allir þeir sem áhuga hafa á veðurfræði velkomnir.  Upplýsingar um eldri þing og fyrirlestra má finna undir flipanum fræðaþing. Jafnframt tekur félagið virkan þátt í norrænu samstarfi veðurfræðinga í gegnum norrænu veðurfræðingaþingin.

Fram að febrúar 2008 var Félag íslenskra veðurfræðinga, FÍV, bæði hagsmunafélag veðurfræðinga á Íslandi svo og fræðilegt félag. Á aðalfundi  félagsins 14. október 2008 var samþykkt að skipta starfseminni upp í hagsmunafélag, Félag íslenskra veðurfræðinga, og fræðilegt félag, Veðurfræðifélagið. Öll erindi og þing fyrir þann tíma fóru því fram að tilstuðlan FÍV.

Veðurfræðifélagið er aðili að Evrópska veðurfræðifélaginu (EMS).

Evrópska Veðurfræðifélagið