Styrkir vegna 27. norræna veðurþingsins

Aðalfundur Veðurfræðifélagsins þann 11. febrúar 2010 samþykkti að styrkja félaga til þátttöku í 27. norræna veðurþinginu sem verður haldið í Helsinki 7.-11. júní næstkomandi, sjá einnig frétt 22. janúar um þingið. Styrkurinn nemur ráðstefnugjaldi, sem eru 50 evrur fyrir stúdent en 150 evrur fyrir aðra. Einnig hefur Evrópska veðurfræðifélagið, EMS, tilkynnt að það muni styrkja […]


Stjórn Veðurfræðifélagsins 2010-2011

Á aðalfundi Veðurfræðifélagsins 11. febrúar síðastliðinn var þáverandi stjórn kosin samhljóða til áframhaldandi setu. Stjórnina skipa því áfram: Guðrún Nína Petersen (formaður) Hálfdán Ágústsson (ritari) Theodór Freyr Hervarsson (gjaldkeri)


Þorraþing Veðurfræðifélagsins 11. febrúar 2010

Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður sett fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis. Þema þorraþingsins er “veður og jöklar” en einnig verða flutt almenn veðurerindi. Dagskrá þingsins: 13:00 Inngangur 13:05 Jöklar á Íslandi: jöklafræði, gagnaöflun og rannsóknir – Finnur Pálsson […]