Dagskrá haustþings 11. október
Veðurfræðifélagið heldur haustþing næstkomandi fimmtudag 11. október 2012. Fundur verður settur kl. 13 í Forgarði á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Að þessu sinni eru erindin 6 talsins og stutt ágrip erindanna má finna hér.
Dagskrá þingsins:
* 13:00 – Inngangur
* 13:05 – Þórður Arason og Hrafn Guðmundsson: Norðurljósaspár Veðurstofunnar.
* 13:25 – Elín Björk Jónasdóttir: Aukið endurkast hlýrra skýja yfir hafi – Keyrslur í veðurfarslíkani.
* 13:45 – Nikolai Nawri: The wind energy potential of Iceland.
* 14:05 – Gunnhildur Ingibjörg Georgsdóttir og Þröstur Þorsteinsson: Sandfok á Íslandi 2002–2011; tíðni, upptakasvæði og veðuraðstæður.
Kaffihlé
* 14:50 – Elín Björk Jónasdóttir og Kristín Hermannsdóttir: Veðurspár og veðrið 9.-11. september 2012.
* 15:10 – Haraldur Ólafsson: Þrýstifrávik undir fjalli í ýmsum veðrum.