Erindi á þorraþing
Enn er hægt að koma að örfáum erindum á þorraþingið og hér með er því auglýst eftir óskum um erindi. Öll erindi sem tengjast veðri og veðurfari eru velkomin, en erindin verða að jafnaði um 12 mínútur auk 3 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Við tökum jafnframt gjarnan við einni mynd úr hverju erindi sem hentað gæti í auglýsingu fyrir dagskrá þingsins.