Haustþing Veðurfræðifélagsins
Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt miðvikudaginn 20. október næstkomandi. Þing verður sett kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og því slitið kl. 16. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Sem fyrr eru erindi um öll viðfangsefni sem tengjast veðri og veðurfari velkomin en að þessu sinni er þó sérstaklega óskað eftir erindum sem tengjast þemanu: „veður og eldgos“. Erindin eru að jafnaði 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga og umræðu. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á vedurfraedifelagid@gmail.com.