Opinn fundur um bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs

Eftirfarandi tilkynning barst Veðurfræðifélaginu:

Opinn fundur
Bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs
11. október kl. 12–13 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Þér er boðið á opinn fund þar sem stjórnendur og íslenskir þátttakendur evrópska rannsóknarverkefnisins ice2sea kynna niðurstöður sínar. Markmið verkefnisins var að endurbæta spár um þau áhrif sem bráðnun jökla hefur á hækkun sjávarborðs.

Dagskrá:

12.00 – Ari Trausti Guðmundsson setur fundinn.
12.05 – Stjórnandi ice2sea, David Vaughan , British Antarctic Survey, kynnir niðurstöður verkefnisins.
12.20 – Guðfinna Aðalgeirsdóttir , dósent í jöklafræði við Háskóla Íslands, flytur erindið „ice2sea og svæðisbundnar breytingar á sjávarborði“.
12.30 – Helgi Björnsson , vísindamaður emeritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Jöklabreytingar á Íslandi frá lokum 19. aldar“.
12.40 – Pallborðsumræður undir stjórn Ara Trausta Guðmundssonar .
13.00 – Fundarlok.

Auglýsing ice2sea