Vef-fyrirlestrar evrópska veðurfræðifélagsins
1. mars 2024, 18:39Evrópska veðurfræðifélagið, EMS (European Meteorological Society), bryddir á nýrri fyrirlestraröð á netinu. Fyrsti vef-fyrirlesturinn verður haldinn síðdegis miðvikudaginn 6. mars, er Bert Holtslag fjallar um lofthjúpinn og næturhimininn í einu frægasta málverki Van Gogh: “Stjörnubjartri nótt”. Fyrirlestrarnir eru opnir og haldnir á zoom, en skrá þarf sig á vef EMS: Frekari upplýsingar og skráning: