Erindi á þorraþingið

Enn má koma að erindum á þorraþing Veðurfræðifélagsins sem verður haldið fimmtudaginn 11. febrúar 2010, kl. 13-16 í Orkugarði að Grensásvegi 9. Þeir sem hafa áhuga á slíku eru hvattir til að huga sem fyrst að því. Að þessu sinni er óskað sérstaklega eftir erindum sem tengja saman jökla og veður. Sem fyrr eru þó […]


27. norræna veðurfræðingaþingið í Finnlandi

Finnskir kollegar okkar halda nú 27. norræna veðurfræðingaþingið í Helsinki 7.-11. júní 2010. Opnað hefur verið fyrir skráningu á þingið en henni lýkur 15. mars. Vefsíða þingsins er: “http://www.fmi.fi/NMM2010” og hér fyrir neðan er 2. auglýsing þingsins.


Þorraþing Veðurfræðifélagið

Veðurfræðifélagið auglýsir þorraþing sitt sem verður haldið fimmtudaginn 11. febrúar 2010. Fundur verður settur kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og slitið kl. 16. Þingið og Veðurfræðifélagið eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari. Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þorraþinginu. Að þessu sinni er óskað […]