Dagskrá þorraþings

Veðurfræðifélagið heldur þorraþing og aðalfund fimmtudaginn 21. febrúar. Þingið verður haldið á Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:30. Að loknum fyrirlestrum verður gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa. Þeir sem að jafnaði sækja veðurþing teljast félagsmenn, enda óski þeir þess.

    Dagskrá þingsins:

13:30 – Þing sett
13:35 – Guðrún Nína Petersen: Úrkomumælingar með aðstoð sjálfvirkra útilegumanna
13:55 – Hróbjartur Þorsteinsson: Endurreisnartími í sjóveðurathugunum
14:15 – Haraldur Ólafsson: Meira um veðurfræði í fornöld og á miðöldum
14:35 – Trausti Jónsson: Ill tíð – fyrr og nú
14:55 – Aðalfundur með veitingum
Stjórn óskar eftir hugmyndum frá félagsmönnum um hvernig eigi að reka félagið
15:20 – Þingi slitið

thorrathing2019_auglysing