Sumarþing Veðurfræðifélagsins – Síðustu forvöð

Nú eru síðustu forvöð til að skrá erindi á sumarþing Veðurfræðifélagsins, sem haldið verður föstudaginn 13. júní 2014, kl. 14.

Að þessu sinni er áherslan á aftakaveður og við óskum eftir erindum tengdum merkum veðuratburðum Íslandssögunnar. Venju samkvæmt koma þó að sjálfsögðu öll erindi tengd veðri/veðurfari til greina. Erindin eru að jafnaði um 12 mínútur auk 2 mínútna til spurninga. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á „vedurfraedifelagid hjá gmail.com“. Ekki er verra ef mynd tengd erindi fylgir með.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem hafa áhuga á veðri og veðurfari.